Iceland Airwaves: Einlæg Emilíana í Hörpu Jón Júlíus Karlsson skrifar 31. október 2013 16:28 Emilíana Torrini í Hörpu í gær. Mynd/Arnþór Tónleikar Emilíönu Torrini á Iceland Airwaves á miðvikudagskvöld mörkuðu tímamót. Tónleikarnir voru hennar fyrstu á hátíðinni frá árinu 1999 og einnig í fyrsta sinn sem Emilíana kemur fram í Hörpu. Löngu var orðið tímabært að ein af okkar bestu söngkonum endurnýjaði kynni sín við Iceland Airwaves. Lög af nýrri plötu Emilíönu, Tookah, voru fyrirferðamikil á efnisskránni og er ljóst að þar er um mjög vandaða plötu að ræða. Emilíana ákvað sjálf í upphafi tónleikanna að ávarpa gesti á móðurmálinu sem féll vel í kramið hjá Íslendingum í salnum. Hún hóf leik á laginu Tookah en það er grípandi og skemmtilegt lag sem greip áhorfendur strax. Tónleikarnir voru einu orði sagt frábærir. Frammistaða Emilíönu var mögnuð og söngur hennar oft á tíðum dáleiðandi. Tónleikarnir voru fumlausir og ljóst að Emilíana er í fantaformi um þessar mundir.Niðurstaða: Heillandi og einlæg frammistaða sem hitti beint í mark. Gagnrýni Mest lesið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Brenton Wood er látinn Lífið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Lífið Fleiri fréttir Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Tónleikar Emilíönu Torrini á Iceland Airwaves á miðvikudagskvöld mörkuðu tímamót. Tónleikarnir voru hennar fyrstu á hátíðinni frá árinu 1999 og einnig í fyrsta sinn sem Emilíana kemur fram í Hörpu. Löngu var orðið tímabært að ein af okkar bestu söngkonum endurnýjaði kynni sín við Iceland Airwaves. Lög af nýrri plötu Emilíönu, Tookah, voru fyrirferðamikil á efnisskránni og er ljóst að þar er um mjög vandaða plötu að ræða. Emilíana ákvað sjálf í upphafi tónleikanna að ávarpa gesti á móðurmálinu sem féll vel í kramið hjá Íslendingum í salnum. Hún hóf leik á laginu Tookah en það er grípandi og skemmtilegt lag sem greip áhorfendur strax. Tónleikarnir voru einu orði sagt frábærir. Frammistaða Emilíönu var mögnuð og söngur hennar oft á tíðum dáleiðandi. Tónleikarnir voru fumlausir og ljóst að Emilíana er í fantaformi um þessar mundir.Niðurstaða: Heillandi og einlæg frammistaða sem hitti beint í mark.
Gagnrýni Mest lesið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Brenton Wood er látinn Lífið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Lífið Fleiri fréttir Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira