Ferðamennirnir vilja einnig upplifa Vatnajökul að vetri Kristján Már Unnarsson skrifar 31. október 2013 19:50 Bjarni Bjarnason rekur fyrirtækin Jöklajeppa og Ís og ævintýri. Fyrirtæki í Suðursveit bókar nú ferðamenn í vélsleðaferðir á Vatnajökul allt til nóvemberloka en áður lauk starfseminni upp úr verslunarmannahelgi. Í fréttum Stöðvar 2 í kvöld var rætt við ferðamenn ættaða frá Suður-Kóreu sem lýstu mikilli eftirvæntingu að komast á jökulinn en þeir voru að leggja upp í ferð frá skálanum í Jöklaseli. Upplýsingaskilti við hringveginn um Suðursveit segir ferðamönnum að þar er hægt að komast upp á Vatnajökul. Það vekur athygli okkar að þótt sumarið sé löngu liðið eru erlendir ferðamenn enn að mæta til að komast í vélsleðaferð um þetta mesta jökulhvel Evrópu.Upplýsingaskilti við hringveginn í Suðursveit um jöklaferðirnar.Myndir/Baldur Hrafnkell Jónsson, Stöð 2.Bjarni Bjarnason, eigandi fyrirtækjanna Jöklajeppa og Íss og ævintýra, segir að allt frá því í mars og fram til 20. október hafi þeir verið með daglegar ferðir. Þetta verður strjálla í nóvember en þó segir Bjarni að nær daglega sé hringt og núna er síðasta ferð bókuð 23. nóvember. En þetta var ekki svona fyrst eftir að skálinn í Jöklaseli var opnaður fyrir rúmum tuttugu árum, þá voru þetta bara tíu vikur að sumri og segir Bjarni að þá hafi botninn dottið úr þessu fljótlega eftir verslunarmannahelgi.Haraldur Mímir Bjarnason leiðsögumaður fer yfir öryggisreglur með hópi ferðamanna áður en lagt er á Vatnajökul.Í þættinum “Um land allt” næstkomandi mánudagskvöld verður fjallað nánar um grósku í ferðaþjónustu suðaustanlands og sveitahótelið að Smyrlabjörgum heimsótt. Ferðamennska á Íslandi Hornafjörður Um land allt Mest lesið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Erlent Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Innlent Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Innlent Þak flettist af húsi í Sandgerði Innlent Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón Innlent Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Innlent Veigamestu breytingarnar á útlendingalögum hafi verið á hennar vakt Innlent „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Innlent Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Innlent Fleiri fréttir Veigamestu breytingarnar á útlendingalögum hafi verið á hennar vakt Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Tvær bílveltur með stuttu millibili „Kerfið hefur ekki verið mjög burðugt fram til þessa“ „Ég lofa ykkur því að ég skal leggja mitt af mörkum“ Arndís Anna kjörin formaður Siðmenntar „Sigur er alltaf sigur“ Ósáttur við gjaldtöku yfir nýja Ölfusárbrú „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Holtavörðuheiðinni lokað Formannskjör Sjálfstæðisflokksins og fundur leiðtoga í Lundúnum Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Landsfundur, alþjóðamál og Efling á Sprengisandi Kvikusöfnun heldur áfram Guðni stóð vaktina á Háskóladaginn Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Flæddi í fleiri kjallara og grjót á víð og dreif á Seltjarnarnesi Nanna hneykslast á gervigreindarmyndum í nýjum þáttum RÚV Sjá meira
Fyrirtæki í Suðursveit bókar nú ferðamenn í vélsleðaferðir á Vatnajökul allt til nóvemberloka en áður lauk starfseminni upp úr verslunarmannahelgi. Í fréttum Stöðvar 2 í kvöld var rætt við ferðamenn ættaða frá Suður-Kóreu sem lýstu mikilli eftirvæntingu að komast á jökulinn en þeir voru að leggja upp í ferð frá skálanum í Jöklaseli. Upplýsingaskilti við hringveginn um Suðursveit segir ferðamönnum að þar er hægt að komast upp á Vatnajökul. Það vekur athygli okkar að þótt sumarið sé löngu liðið eru erlendir ferðamenn enn að mæta til að komast í vélsleðaferð um þetta mesta jökulhvel Evrópu.Upplýsingaskilti við hringveginn í Suðursveit um jöklaferðirnar.Myndir/Baldur Hrafnkell Jónsson, Stöð 2.Bjarni Bjarnason, eigandi fyrirtækjanna Jöklajeppa og Íss og ævintýra, segir að allt frá því í mars og fram til 20. október hafi þeir verið með daglegar ferðir. Þetta verður strjálla í nóvember en þó segir Bjarni að nær daglega sé hringt og núna er síðasta ferð bókuð 23. nóvember. En þetta var ekki svona fyrst eftir að skálinn í Jöklaseli var opnaður fyrir rúmum tuttugu árum, þá voru þetta bara tíu vikur að sumri og segir Bjarni að þá hafi botninn dottið úr þessu fljótlega eftir verslunarmannahelgi.Haraldur Mímir Bjarnason leiðsögumaður fer yfir öryggisreglur með hópi ferðamanna áður en lagt er á Vatnajökul.Í þættinum “Um land allt” næstkomandi mánudagskvöld verður fjallað nánar um grósku í ferðaþjónustu suðaustanlands og sveitahótelið að Smyrlabjörgum heimsótt.
Ferðamennska á Íslandi Hornafjörður Um land allt Mest lesið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Erlent Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Innlent Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Innlent Þak flettist af húsi í Sandgerði Innlent Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón Innlent Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Innlent Veigamestu breytingarnar á útlendingalögum hafi verið á hennar vakt Innlent „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Innlent Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Innlent Fleiri fréttir Veigamestu breytingarnar á útlendingalögum hafi verið á hennar vakt Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Tvær bílveltur með stuttu millibili „Kerfið hefur ekki verið mjög burðugt fram til þessa“ „Ég lofa ykkur því að ég skal leggja mitt af mörkum“ Arndís Anna kjörin formaður Siðmenntar „Sigur er alltaf sigur“ Ósáttur við gjaldtöku yfir nýja Ölfusárbrú „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Holtavörðuheiðinni lokað Formannskjör Sjálfstæðisflokksins og fundur leiðtoga í Lundúnum Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Landsfundur, alþjóðamál og Efling á Sprengisandi Kvikusöfnun heldur áfram Guðni stóð vaktina á Háskóladaginn Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Flæddi í fleiri kjallara og grjót á víð og dreif á Seltjarnarnesi Nanna hneykslast á gervigreindarmyndum í nýjum þáttum RÚV Sjá meira