Fótbolti

Agüero tryggði City þrjú stig í Rússlandi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
vísir/getty
Argentínumaðurinn Sergio Agüero skoraði bæði mörk Manchester City í dag þegar liðið vann 2-1 útisigur á CSKA Moskvu í Meistaradeild Evrópu í fótbolta. City gat skorað fleiri mörk en slapp síðan með skrekkinn á lokamínútunum.

Manchester City er þar með komið með sex stig eftir þrjá leiki og þriggja stiga forskot á CSKA sem er í þriðja sæti riðilsins. Bayern München var með fullt hús eftir tvær umferðir og fær Viktoria Plzen í heimsókn seinna í kvöld.

Það leit út fyrir erfiðan dag fyrir lærisveina Manuel Pellegrini þegar Zoran Tosic, fyrrum leikmaður Manchester United, kom heimamönnum yfir í 1-0 á 32. mínútu.

Sergio Agüero jafnaði hinsvegar í næstu sókn eftir varnarmistök og skoraði síðan sigurmarkið þremur fyrir mínútum fyrir hálfleik eftir sendingu frá Álvaro Negredo.

City-menn náðu ekki að skora þriðja markið og sluppu síðan með skrekkinn á lokamínútum leiksins.

Fyrst skoraði Ahmed Musa frábært mark sem dæmt var af fyrir hættuspark félaga hans og svo bjargaði Joe Hart, markvörður Manchester City, tveimur stigum þegar hann varði frá Keisuke Honda úr algjöru dauðafæri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×