Sjálfsmark tryggði Manchester United þrjú stig á Old Trafford Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. október 2013 18:00 Mynd/NordicPhotos/Getty Manchester United er í efsta sæti í A-riðli Meistaradeildarinnar í fótbolta eftir nauman 1-0 sigur á spænska liðinu Real Sociedad á Old Trafford í kvöld en það var sjálfsmark á annarri mínútu leiksins sem skildi á milli liðanna. Wayne Rooney átti frábæran leik og fékk fullt af færum til að skora en hann átti mikinn þátt í eina marki leiksins. Manchester United hefur náð í sjö stig af níu mögulegum og er með eins stigs forskot á þýska liðið Bayer 04 Leverkusen sem tók annað sætið af Shakhtar Donetsk í kvöld. Wayne Rooney ruglaði varnarmenn spænska liðsins algjörlega í ríminu strax á 2. mínútu leiksins eftir snarpan einleik í teignum og átti síðan í framhaldinu skot í stöngina og út. Inigo Martínez var enn ringlaður eftir gabbhreyfingar Rooney og sendi frákastið klaufalega í eigið mark. Wayne Rooney fékk tækifæri til að bæta við marki í fyrri hálfleiknum en gestirnir úr Baskalandi fengu einnig sín færi og það besta þegar Antoine Griezmann skaut í stöngina úr aukaspyrnu rétt fyrir hálfleikinn. Það var vel tekist á og sex gul spjöld fóru á loft í fyrri hálfleiknum hjá hollenskum dómara leiksins. Alberto de la Bella hjá Real Sociedad átti skot í slá á 59. mínútu og fjórum mínútum síðar átti Antonio Valencia skot í stöngina hinum megin eftir frábæran undirbúning Wayne Rooney. Rooney fékk frábært færi til að skora á 71. mínútu en skaut yfir og stuðningsmenn United losnuðu ekki við stressið fyrr en að dómarinn Bas Nijhuis flautaði til leiksloka. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Svíþjóð - Ísland | Allt undir á útivelli Handbolti „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Í beinni: Arsenal - Manchester United | Stórveldi slást um stigin þrjú Enski boltinn Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Með hendur fyrir aftan bak í fimm hundruð metra hæð Sport Fleiri fréttir Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Í beinni: Arsenal - Manchester United | Stórveldi slást um stigin þrjú Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Sjá meira
Manchester United er í efsta sæti í A-riðli Meistaradeildarinnar í fótbolta eftir nauman 1-0 sigur á spænska liðinu Real Sociedad á Old Trafford í kvöld en það var sjálfsmark á annarri mínútu leiksins sem skildi á milli liðanna. Wayne Rooney átti frábæran leik og fékk fullt af færum til að skora en hann átti mikinn þátt í eina marki leiksins. Manchester United hefur náð í sjö stig af níu mögulegum og er með eins stigs forskot á þýska liðið Bayer 04 Leverkusen sem tók annað sætið af Shakhtar Donetsk í kvöld. Wayne Rooney ruglaði varnarmenn spænska liðsins algjörlega í ríminu strax á 2. mínútu leiksins eftir snarpan einleik í teignum og átti síðan í framhaldinu skot í stöngina og út. Inigo Martínez var enn ringlaður eftir gabbhreyfingar Rooney og sendi frákastið klaufalega í eigið mark. Wayne Rooney fékk tækifæri til að bæta við marki í fyrri hálfleiknum en gestirnir úr Baskalandi fengu einnig sín færi og það besta þegar Antoine Griezmann skaut í stöngina úr aukaspyrnu rétt fyrir hálfleikinn. Það var vel tekist á og sex gul spjöld fóru á loft í fyrri hálfleiknum hjá hollenskum dómara leiksins. Alberto de la Bella hjá Real Sociedad átti skot í slá á 59. mínútu og fjórum mínútum síðar átti Antonio Valencia skot í stöngina hinum megin eftir frábæran undirbúning Wayne Rooney. Rooney fékk frábært færi til að skora á 71. mínútu en skaut yfir og stuðningsmenn United losnuðu ekki við stressið fyrr en að dómarinn Bas Nijhuis flautaði til leiksloka.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Svíþjóð - Ísland | Allt undir á útivelli Handbolti „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Í beinni: Arsenal - Manchester United | Stórveldi slást um stigin þrjú Enski boltinn Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Með hendur fyrir aftan bak í fimm hundruð metra hæð Sport Fleiri fréttir Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Í beinni: Arsenal - Manchester United | Stórveldi slást um stigin þrjú Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Sjá meira