Jóhann Berg Guðmundsson og félagar hans í hollenska liðinu AZ Alkmaar gerðu 1-1 jafntefli á móti Shakhtyor Karagandy fra í 3. umferð riðlakeppni Evrópudeildarinnar í kvöld en leikurinn fór fram í kuldalegar aðstæður í Kasakstan.
Jóhann Berg skoraði jöfnunarmark AZ Alkmaar í leiknum og hefur þar með skorað fjögur mörk í fimm leikjum í Evrópudeildinni á þessari leiktíð.
Jóhann Berg og Aron Jóhannsson voru báðir í byrjunarliði AZ Alkmaar í leiknum og léku allan leikinn en Aron sem hefur raðað inn mörkum í hollensku úrvalsdeildinni hefur ekki náð að skora í fjórum síðustu leikjum sínum í Evrópukeppninni.
Andrey Finonchenko kom heimamönnum yfir af harðfylgni á 11. mínútu leiksins en hann er fyrirliði Karagandy-liðsins. Það var því á brattann að sækja hjá AZ
Jóhann Berg jafnaði metin í 1-1 á 26. mínútu eftir að hafa fengið laglega stungusendingu frá hægri bakverðinum Mattias Johansson. Jóhann Berg átti þarna flott hlaup af miðjunni og smellti boltanum síðan fagmannlega framhjá markverðinum Aleksandr Mokin sem kom út á móti honum.
Leikmenn AZ Alkmaar áttu hættuleg færi í seinni hálfleiknum en tókst ekki að skora sigurmarkið.
Jóhann Berg áfram á skotskónum í Evrópudeildinni
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið






Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag
Fótbolti

Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum
Íslenski boltinn

Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum
Íslenski boltinn

Óvissan tekur við hjá Hákoni
Enski boltinn

Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora
Íslenski boltinn