Formúla 1

Vettel getur orðið meistari um helgina

Það er líklegt að Vettel opni kampavín um helgina.
Það er líklegt að Vettel opni kampavín um helgina.
Sebastian Vettel er pollrólegur og tekur engu sem sjálfsögðum hlut fyrir helgina. Hann getur á sunnudag tryggt sér sinn fjórða heimsmeistaratitil í Formúlu 1-kappakstrinum.

Þjóðverjinn öflugi hefur unnið síðustu fimm keppnir og þarf aðeins að enda í fimmta sæti um helgina til þess að tryggja sér heimsmeistaratitilinn.

"Ég fer inn í þessa helgi og býst ekki við neinu. Ég býst við því að vera í baráttunni en það er ekki hægt að búast við neinu," sagði Vettel hógvær en hann er með 90 stiga forskot á Fernando Alonso hjá Ferrari.

Möguleikar Alonso á að verða heimsmeistari eru nánast engir enda aðeins 100 stig eftir í pottinum.

Alonso þarf að vinna þrjár af síðustu fjórum keppnunum og lenda í öðru sæti í fjórðu keppninni til þess að skáka Vettel.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×