„Getum ekki boðið upp á aukasýningu eins og Björgvin Halldórsson“ Stefán Árni Pálsson skrifar 29. október 2013 09:27 Þórir Hákonarson mynd/vilhelm Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands, segir að farið hafi verið að leiðbeiningum söluaðilans Mida.is þegar ákvörðun var tekin að setja miða á landsleik Íslands og Króatíu í sölu klukkan 4 í nótt. Tilkynnt var á heimasíðu KSÍ í gær að miðar færu í sölu í dag. Þó kom ekki fram klukkan hvað miðasala hæfist en heimildir Vísis herma að ákvörðunin hafi verið meðvituð þar sem talið var að sölukerfið myndi hrynja yrði álag of mikið.Sparkspekingar úthúða KSÍ Þórir sagðist ekki vita nákvæmlega hve margir miðar fóru í sölu til almennings í nótt og sömuleiðis hve margir hefðu farið til styrktaraðila. „Við fórum þessa leið í samráði við starfsmenn midi.is en við gerðum okkur fyllilega grein fyrir því að eftirspurnin eftir miða á leikinn yrði gríðarleg,“ segir Þórir í samtali við Vísi. „Það var vitað fyrir að eftirspurnin eftir miðum á leikinn væri mun meiri en venjulega en líklega hefðum við getað selt yfir 25.000 miða.“ „Núna þurfum við alvarlega að skoða þann möguleika að fólk fái að leggja inn pöntun fyrir miðum um mánuði fyrir leik og í framhaldinu af því yrði happadrætti um lausa miða eins og þekkist erlendis.“Mynd/VilhelmFólk óskar eftir miðum á Bland Að sögn Þóris fengu Króatar eitt þúsund miða en til að mynda fyrir leikinn gegn Kýpverjum voru engir miðar fráteknir fyrir stuðningsmenn Kýpur. „Handhafar A-passa sem eru dómarar, starfsmenn og blaðamenn eru samtals 240 miðar og við reyndum að halda þeirri tölu eins lágri og mögulegt er. Samstarfsaðilar KSÍ fengu einnig ákveðið magn af miðum en ég á eftir að taka það almennilega saman hversu margir miðar það eru. Við reynum ávallt að halda öllu slíku í algjöru lágmarki.“ „Við einfaldlega búum ekki við það landslag eins og Björgvin Halldórsson og aðrir tónlistamenn að bjóða uppá aukasýningu.“ Þórir útilokar ekki að leikurinn verði sýndur risaskjá í Laugardalhöll eða einhverjum slíkum stað.Mynd/VilhelmFengu ekki miða og eru hundfúl.Uppfært: Þórir Hákonarson sagði í viðtali við útvarpsþáttinn Bítið á Bylgjunni að um 1000 til 1500 miðar hefðu farið til samstarfsaðila. Hægt er að hlusta á viðtalið í spilaranum hér að ofan. Landsleikur Íslands og Króatíu fer fram á Laugardalsvelli föstudagskvöldið 15. nóvember. HM 2014 í Brasilíu Tengdar fréttir Twitter logar: Takk Klúðursamband Íslands Íslendingar eru ekki sáttir. Það má sjá á samskiptamiðlinum Twitter í morgun. 29. október 2013 09:30 "KSÍ er ekki geðslegur klúbbur“ Margir Íslendingar hafa brugðist illa við fréttum af því að uppselt hafi orðið um miðja nótt á landsleikinn. 29. október 2013 09:32 Þórir hjá KSÍ: Alltaf hætta á svartamarkaðsbraski með miða "Fyrstur kemur fyrstur fær“ gildir þegar miðasala á Króatíuleikinn hefst í dag. 29. október 2013 07:00 Næturmiðarnir komnir á Bland Miðar ganga nú þegar kaupum og sölum á leik Íslands og Króatíu. Á síðunni bland.is má sjá þó nokkrar auglýsingar þar sem óskað er eftir miðum en einnig hafa miðar verið boðnir til sölu. 29. október 2013 09:39 Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Körfubolti Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Fótbolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Körfubolti Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Fleiri fréttir Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Mærðu Yamal eftir einvígið gegn Inter: „Allt fór í gegnum hann“ Bryndís Arna missir af EM Williams bræður ekki til Manchester Sjáðu frábærar vörslur Sommers: „Svo góður í að lesa hvert þeir eru að fara að skjóta“ Bauð fimm kíló af signum fiski í skiptum fyrir miða á leikinn gegn Tottenham Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu „Ótrúlega mikill heiður“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Sjá meira
Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands, segir að farið hafi verið að leiðbeiningum söluaðilans Mida.is þegar ákvörðun var tekin að setja miða á landsleik Íslands og Króatíu í sölu klukkan 4 í nótt. Tilkynnt var á heimasíðu KSÍ í gær að miðar færu í sölu í dag. Þó kom ekki fram klukkan hvað miðasala hæfist en heimildir Vísis herma að ákvörðunin hafi verið meðvituð þar sem talið var að sölukerfið myndi hrynja yrði álag of mikið.Sparkspekingar úthúða KSÍ Þórir sagðist ekki vita nákvæmlega hve margir miðar fóru í sölu til almennings í nótt og sömuleiðis hve margir hefðu farið til styrktaraðila. „Við fórum þessa leið í samráði við starfsmenn midi.is en við gerðum okkur fyllilega grein fyrir því að eftirspurnin eftir miða á leikinn yrði gríðarleg,“ segir Þórir í samtali við Vísi. „Það var vitað fyrir að eftirspurnin eftir miðum á leikinn væri mun meiri en venjulega en líklega hefðum við getað selt yfir 25.000 miða.“ „Núna þurfum við alvarlega að skoða þann möguleika að fólk fái að leggja inn pöntun fyrir miðum um mánuði fyrir leik og í framhaldinu af því yrði happadrætti um lausa miða eins og þekkist erlendis.“Mynd/VilhelmFólk óskar eftir miðum á Bland Að sögn Þóris fengu Króatar eitt þúsund miða en til að mynda fyrir leikinn gegn Kýpverjum voru engir miðar fráteknir fyrir stuðningsmenn Kýpur. „Handhafar A-passa sem eru dómarar, starfsmenn og blaðamenn eru samtals 240 miðar og við reyndum að halda þeirri tölu eins lágri og mögulegt er. Samstarfsaðilar KSÍ fengu einnig ákveðið magn af miðum en ég á eftir að taka það almennilega saman hversu margir miðar það eru. Við reynum ávallt að halda öllu slíku í algjöru lágmarki.“ „Við einfaldlega búum ekki við það landslag eins og Björgvin Halldórsson og aðrir tónlistamenn að bjóða uppá aukasýningu.“ Þórir útilokar ekki að leikurinn verði sýndur risaskjá í Laugardalhöll eða einhverjum slíkum stað.Mynd/VilhelmFengu ekki miða og eru hundfúl.Uppfært: Þórir Hákonarson sagði í viðtali við útvarpsþáttinn Bítið á Bylgjunni að um 1000 til 1500 miðar hefðu farið til samstarfsaðila. Hægt er að hlusta á viðtalið í spilaranum hér að ofan. Landsleikur Íslands og Króatíu fer fram á Laugardalsvelli föstudagskvöldið 15. nóvember.
HM 2014 í Brasilíu Tengdar fréttir Twitter logar: Takk Klúðursamband Íslands Íslendingar eru ekki sáttir. Það má sjá á samskiptamiðlinum Twitter í morgun. 29. október 2013 09:30 "KSÍ er ekki geðslegur klúbbur“ Margir Íslendingar hafa brugðist illa við fréttum af því að uppselt hafi orðið um miðja nótt á landsleikinn. 29. október 2013 09:32 Þórir hjá KSÍ: Alltaf hætta á svartamarkaðsbraski með miða "Fyrstur kemur fyrstur fær“ gildir þegar miðasala á Króatíuleikinn hefst í dag. 29. október 2013 07:00 Næturmiðarnir komnir á Bland Miðar ganga nú þegar kaupum og sölum á leik Íslands og Króatíu. Á síðunni bland.is má sjá þó nokkrar auglýsingar þar sem óskað er eftir miðum en einnig hafa miðar verið boðnir til sölu. 29. október 2013 09:39 Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Körfubolti Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Fótbolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Körfubolti Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Fleiri fréttir Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Mærðu Yamal eftir einvígið gegn Inter: „Allt fór í gegnum hann“ Bryndís Arna missir af EM Williams bræður ekki til Manchester Sjáðu frábærar vörslur Sommers: „Svo góður í að lesa hvert þeir eru að fara að skjóta“ Bauð fimm kíló af signum fiski í skiptum fyrir miða á leikinn gegn Tottenham Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu „Ótrúlega mikill heiður“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Sjá meira
Twitter logar: Takk Klúðursamband Íslands Íslendingar eru ekki sáttir. Það má sjá á samskiptamiðlinum Twitter í morgun. 29. október 2013 09:30
"KSÍ er ekki geðslegur klúbbur“ Margir Íslendingar hafa brugðist illa við fréttum af því að uppselt hafi orðið um miðja nótt á landsleikinn. 29. október 2013 09:32
Þórir hjá KSÍ: Alltaf hætta á svartamarkaðsbraski með miða "Fyrstur kemur fyrstur fær“ gildir þegar miðasala á Króatíuleikinn hefst í dag. 29. október 2013 07:00
Næturmiðarnir komnir á Bland Miðar ganga nú þegar kaupum og sölum á leik Íslands og Króatíu. Á síðunni bland.is má sjá þó nokkrar auglýsingar þar sem óskað er eftir miðum en einnig hafa miðar verið boðnir til sölu. 29. október 2013 09:39