Kraftmikið sveitavolæði Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 10. október 2013 09:02 Í flottustu skotunum var stutt í að maður gapti. Bíó, Málmhaus Leikstjóri: Ragnar Bragason Leikarar: Þorbjörg Helga Dýrfjörð, Ingvar E. Sigurðsson, Halldóra Geirharðsdóttir Hera litla brennir prinsessukjólana sína á báli eftir að hún kemur að stóra bróður sínum látnum eftir hörmulegt vinnuslys. Þungarokksbolir bróðurins koma í stað kjólanna og árin líða. Rúmlega tvítug er Hera enn illa haldin af unglingaveiki og foreldrar hennar fyrir löngu búnir að missa þolinmæðina. Hinn hörmulegi atburður hefur síður en svo sleppt af henni takinu og rígheldur henni í sveitinni, flestum til ama. Málmhaus er ekki þungarokksveislan sem ég vonaðist til að hún væri. Þvert á móti er hún hádramatískt sveitavolæði og nokkuð erfitt áhorfs á köflum. Ekki sökum leiðinda heldur vegna þess hversu auðvelt er að hafa samúð með persónunum. Þorbjörg Helga Dýrfjörð er frábær í margslungnu aðalhlutverkinu og mikið mæðir á henni. Þá pressu stenst hún algjörlega. Ingvar og Halldóra þótti mér síðri í hlutverkum foreldranna. Eina stundina voru þau alveg frábær en þá næstu fannst mér þau detta í tilgerðarlegan ofleik. Það dugði þó ekki til að sökkva skipinu, enda handritið traustbyggt og nokkuð vel skrifað. Auðvitað fær tónlistin sitt pláss en er aldrei aðalatriði. Hera gæti eins hafa flúið veruleikann með því að verða FM-hnakki. Sjónrænir þættir myndarinnar eru til fyrirmyndar og satt best að segja man ég ekki eftir áferðarfegurri íslenskri kvikmynd síðan Á köldum klaka var gerð fyrir tæpum tveimur áratugum. Þar spilar kvikmyndatakan stærstu rulluna og í flottustu skotunum var stutt í að maður gapti. Ragnar leikstjóri má vera stoltur af þessari.Niðurstaða: Afbragðs drama og sjónrænt gotterí. Aukastig fyrir Megadeth. Gagnrýni Mest lesið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Menning Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi Lífið Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Bíó, Málmhaus Leikstjóri: Ragnar Bragason Leikarar: Þorbjörg Helga Dýrfjörð, Ingvar E. Sigurðsson, Halldóra Geirharðsdóttir Hera litla brennir prinsessukjólana sína á báli eftir að hún kemur að stóra bróður sínum látnum eftir hörmulegt vinnuslys. Þungarokksbolir bróðurins koma í stað kjólanna og árin líða. Rúmlega tvítug er Hera enn illa haldin af unglingaveiki og foreldrar hennar fyrir löngu búnir að missa þolinmæðina. Hinn hörmulegi atburður hefur síður en svo sleppt af henni takinu og rígheldur henni í sveitinni, flestum til ama. Málmhaus er ekki þungarokksveislan sem ég vonaðist til að hún væri. Þvert á móti er hún hádramatískt sveitavolæði og nokkuð erfitt áhorfs á köflum. Ekki sökum leiðinda heldur vegna þess hversu auðvelt er að hafa samúð með persónunum. Þorbjörg Helga Dýrfjörð er frábær í margslungnu aðalhlutverkinu og mikið mæðir á henni. Þá pressu stenst hún algjörlega. Ingvar og Halldóra þótti mér síðri í hlutverkum foreldranna. Eina stundina voru þau alveg frábær en þá næstu fannst mér þau detta í tilgerðarlegan ofleik. Það dugði þó ekki til að sökkva skipinu, enda handritið traustbyggt og nokkuð vel skrifað. Auðvitað fær tónlistin sitt pláss en er aldrei aðalatriði. Hera gæti eins hafa flúið veruleikann með því að verða FM-hnakki. Sjónrænir þættir myndarinnar eru til fyrirmyndar og satt best að segja man ég ekki eftir áferðarfegurri íslenskri kvikmynd síðan Á köldum klaka var gerð fyrir tæpum tveimur áratugum. Þar spilar kvikmyndatakan stærstu rulluna og í flottustu skotunum var stutt í að maður gapti. Ragnar leikstjóri má vera stoltur af þessari.Niðurstaða: Afbragðs drama og sjónrænt gotterí. Aukastig fyrir Megadeth.
Gagnrýni Mest lesið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Menning Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi Lífið Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira