Real Madrid segir ekkert til í frétt Marca í morgun um að Gareth Bale sé kominn með brjósklos en velski vængmaðurinn hefur ekki spilað mikið með spænska stórliðinu síðan að Real Madrid gerði hann að dýrasta knattspyrnumanni heims.
Gareth Bale skoraði í sínum fyrsta heimaleik með Real Madrid en hann hefur aðeins byrjað einn leik síðan að hann kom til Spánar.
Marca sagðist hafa heimildir fyrir því að myndataka frá læknisskoðun leikmannsins 2. september síðastliðinn hafi sýnt fram á brjósklos í baki og að Bale sé í raun tifandi meiðslabomba eins og þeir orða það.
Real Madrid segir leikmanninn vera með bólgu í hryggþófa, sem er brjósklag á milli hryggjarliða, og að slíkt sé mjög algengt meðal fótboltamanna.
Real Madrid neitar því að Bale sé með brjósklos
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


Í beinni: Slegist um sæti í lokaumferð enska boltans
Enski boltinn

Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms
Íslenski boltinn


Bastarður ráðinn til starfa
Fótbolti

Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði
Körfubolti



Ísak Bergmann hljóp mest allra
Fótbolti
