Það er enginn venjulegur bíll sem nær þeim hraða, heldur er þetta farartæki nær því að teljast raketta, heitir F-104 Lockheed Starfighter, og er búið þotuhreyfli sem er 50.000 hestöfl.
Það met sem Jessi fær skráð sem heimsmet er nokkru hægara, því miðað er við meðalhraða hennar fram og til baka á sléttunni, en sá hraði reyndist vera 632 km/klst. Það dugar reyndar til að slá met kvenna, sem staðið hafði allar götur síðan 1965.
Jessi Combs hefur í huga að slá hraðamet beggja kynja og ná yfir 1.225 km hraða á þriggja hjóla bíl, ef svona raketturör er hægt að kalla bíla. Það ætlar hún að gera á næsta ári.
