Hraðasta kona heims Finnur Thorlacius skrifar 13. október 2013 10:30 Farartæki Jessi Combs er með 50.000 hestafla þotuhreyfil. Jessi Combs náði nú í vikunni mesta hraða sem nokkur kona hefur náð á fjórum hjólum. Það gerði hún á saltsléttu í Oregon fylki í Bandaríkjunum. Hraðinn sem hún náði var 709 km á klukkustund. Það er enginn venjulegur bíll sem nær þeim hraða, heldur er þetta farartæki nær því að teljast raketta, heitir F-104 Lockheed Starfighter, og er búið þotuhreyfli sem er 50.000 hestöfl. Það met sem Jessi fær skráð sem heimsmet er nokkru hægara, því miðað er við meðalhraða hennar fram og til baka á sléttunni, en sá hraði reyndist vera 632 km/klst. Það dugar reyndar til að slá met kvenna, sem staðið hafði allar götur síðan 1965. Jessi Combs hefur í huga að slá hraðamet beggja kynja og ná yfir 1.225 km hraða á þriggja hjóla bíl, ef svona raketturör er hægt að kalla bíla. Það ætlar hún að gera á næsta ári.Jessi Combs er metnaðarfull kona Mest lesið „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Innlent Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Innlent
Jessi Combs náði nú í vikunni mesta hraða sem nokkur kona hefur náð á fjórum hjólum. Það gerði hún á saltsléttu í Oregon fylki í Bandaríkjunum. Hraðinn sem hún náði var 709 km á klukkustund. Það er enginn venjulegur bíll sem nær þeim hraða, heldur er þetta farartæki nær því að teljast raketta, heitir F-104 Lockheed Starfighter, og er búið þotuhreyfli sem er 50.000 hestöfl. Það met sem Jessi fær skráð sem heimsmet er nokkru hægara, því miðað er við meðalhraða hennar fram og til baka á sléttunni, en sá hraði reyndist vera 632 km/klst. Það dugar reyndar til að slá met kvenna, sem staðið hafði allar götur síðan 1965. Jessi Combs hefur í huga að slá hraðamet beggja kynja og ná yfir 1.225 km hraða á þriggja hjóla bíl, ef svona raketturör er hægt að kalla bíla. Það ætlar hún að gera á næsta ári.Jessi Combs er metnaðarfull kona
Mest lesið „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Innlent Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Innlent