Af hverju selur fólk Ólympíu-verðlaunin sín? 17. október 2013 15:15 Það hefur verið mikið í umræðunni upp á síðkastið hver af Silfurdrengjunum okkar hafi reynt að selja medalíuna sína frá Ólympíuleikunum í Peking. Þetta er svo sannarlega ekki í fyrsta skiptið sem verðlaunahafi frá Ólympíuleikum selur medalíuna sína. Það er misjafnt hvaða ástæður liggja að baki því að íþróttamenn selji jafn dýrmætan hlut. Oftar en ekki er þó ástæðan sú að íþróttamennirnir vilji styrkja gott málefni. Vísir rifjar upp sögu fimm íþróttamanna sem seldu verðlaunin sín.Mark Wells, Bandaríkin. Íshokkýleikmaður. Wells vann gullverðlaun á Ólympíuleikunum 1980. Hann seldi medalíuna til að standa straum af sjúkrakostnaði en hann var með sjaldgæfan genasjúkdóm. Medalían hans fór á 37,5 milljónir króna árið 2010. "Þetta er gríðarlega erfið ákvörðun enda er medalían sönnun alls sem ég hef lagt á mig. Ég mun sofa með hana síðustu dagana sem hún er í minni vörslu," sagði Wells. Wladimir Klitschko, Úkraína. Hnefaleikakappi.Klitsckhko er hann tryggði sér gullið.Klitschko vann gullverðlaun á ÓL í Atlanta árið 1996. Klitschko vildi hjálpa fátækum börnum í Úkraínu og seldi því medalíuna til að styrkja þau. Medalían fór á rúmar 120 milljónir króna. Þegar kaupandinn frétti ástæðuna fyrir sölunni ákvað hann að skila medalíunni. Hún er enn í vörslu Klitschko en börnin fengu sinn pening. Anthony Ervin, Bandaríkin. Sundmaður.Ervin var jafn Gary Hall Jr. og fengu þeir báðir gull.Ervin vann gull í 50 metra skriðsundi í Sydney árið 2000. Hann lagði skýluna á hilluna aðeins þrem árum síðar en þá var hann 23 ára. Hann setti medalíuna sína í sölu á eBay og fékk fyrir hana rúmar 2 milljónir króna. Sá peningur fór í góðgerðarmál. Otylia Jedrzejczak, Pólland. Sundkona.Fyrir ÓL í Aþenu árið 2004 lýsti Jedrzejczak því yfir að ef hún myndi vinna gull yrði það selt til styrktar þeim sem minna mega sín. Hún stóð við stóru orðin og fékk tæpar 10 milljónir króna fyrir gullið sem hún vann í 200 metra flugsundi. Veik pólsk börn nutu góðs af þessum peningum. "Ég þarf ekki að eiga medalíuna til að muna eftir þessu. Ég veit að ég er Ólympíumeistari. Það verður aldrei tekið af mér," sagði Jedrzejczak. Tommie Smith, Bandaríkin. Hlaupari.Smith á efsta palli.Smith vann gullverðlaun á eftirminnilegum leikum árið 1968. Þau komu í 200 metra hlaupi. Hann setti medalíuna á sölu árið 2010 og vill fá rúmar 30 milljónir króna fyrir medalíuna. Enginn hefur enn verið til í að greiða þann pening og medalían er því enn til sölu. Sumir segja að Smith vanti pening en ævisöguhöfundur hans heldur því fram að peningarnir eigi að fara í gott málefni. Olís-deild karla Mest lesið „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn Í beinni: Fram - Haukar | Barist um bikarinn Handbolti „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Íslenski boltinn „Þakka Alberti frá dýpstu hjartarótum“ Fótbolti Sló heimsmetið í ellefta sinn sama dag og hann gaf út sitt fyrsta lag Sport Messi var óánægður hjá PSG Fótbolti Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni Handbolti Dagskráin í dag: Liverpool-banarnir í Plymouth mæta til Manchester Sport „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Fram - Haukar | Barist um bikarinn Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Sjá meira
Það hefur verið mikið í umræðunni upp á síðkastið hver af Silfurdrengjunum okkar hafi reynt að selja medalíuna sína frá Ólympíuleikunum í Peking. Þetta er svo sannarlega ekki í fyrsta skiptið sem verðlaunahafi frá Ólympíuleikum selur medalíuna sína. Það er misjafnt hvaða ástæður liggja að baki því að íþróttamenn selji jafn dýrmætan hlut. Oftar en ekki er þó ástæðan sú að íþróttamennirnir vilji styrkja gott málefni. Vísir rifjar upp sögu fimm íþróttamanna sem seldu verðlaunin sín.Mark Wells, Bandaríkin. Íshokkýleikmaður. Wells vann gullverðlaun á Ólympíuleikunum 1980. Hann seldi medalíuna til að standa straum af sjúkrakostnaði en hann var með sjaldgæfan genasjúkdóm. Medalían hans fór á 37,5 milljónir króna árið 2010. "Þetta er gríðarlega erfið ákvörðun enda er medalían sönnun alls sem ég hef lagt á mig. Ég mun sofa með hana síðustu dagana sem hún er í minni vörslu," sagði Wells. Wladimir Klitschko, Úkraína. Hnefaleikakappi.Klitsckhko er hann tryggði sér gullið.Klitschko vann gullverðlaun á ÓL í Atlanta árið 1996. Klitschko vildi hjálpa fátækum börnum í Úkraínu og seldi því medalíuna til að styrkja þau. Medalían fór á rúmar 120 milljónir króna. Þegar kaupandinn frétti ástæðuna fyrir sölunni ákvað hann að skila medalíunni. Hún er enn í vörslu Klitschko en börnin fengu sinn pening. Anthony Ervin, Bandaríkin. Sundmaður.Ervin var jafn Gary Hall Jr. og fengu þeir báðir gull.Ervin vann gull í 50 metra skriðsundi í Sydney árið 2000. Hann lagði skýluna á hilluna aðeins þrem árum síðar en þá var hann 23 ára. Hann setti medalíuna sína í sölu á eBay og fékk fyrir hana rúmar 2 milljónir króna. Sá peningur fór í góðgerðarmál. Otylia Jedrzejczak, Pólland. Sundkona.Fyrir ÓL í Aþenu árið 2004 lýsti Jedrzejczak því yfir að ef hún myndi vinna gull yrði það selt til styrktar þeim sem minna mega sín. Hún stóð við stóru orðin og fékk tæpar 10 milljónir króna fyrir gullið sem hún vann í 200 metra flugsundi. Veik pólsk börn nutu góðs af þessum peningum. "Ég þarf ekki að eiga medalíuna til að muna eftir þessu. Ég veit að ég er Ólympíumeistari. Það verður aldrei tekið af mér," sagði Jedrzejczak. Tommie Smith, Bandaríkin. Hlaupari.Smith á efsta palli.Smith vann gullverðlaun á eftirminnilegum leikum árið 1968. Þau komu í 200 metra hlaupi. Hann setti medalíuna á sölu árið 2010 og vill fá rúmar 30 milljónir króna fyrir medalíuna. Enginn hefur enn verið til í að greiða þann pening og medalían er því enn til sölu. Sumir segja að Smith vanti pening en ævisöguhöfundur hans heldur því fram að peningarnir eigi að fara í gott málefni.
Olís-deild karla Mest lesið „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn Í beinni: Fram - Haukar | Barist um bikarinn Handbolti „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Íslenski boltinn „Þakka Alberti frá dýpstu hjartarótum“ Fótbolti Sló heimsmetið í ellefta sinn sama dag og hann gaf út sitt fyrsta lag Sport Messi var óánægður hjá PSG Fótbolti Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni Handbolti Dagskráin í dag: Liverpool-banarnir í Plymouth mæta til Manchester Sport „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Fram - Haukar | Barist um bikarinn Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Sjá meira