Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - ÍR : 30-28| Haukar sigra í Háspennuleik Sigmar Sigfússon á Ásvöllum skrifar 17. október 2013 14:29 myndir / daníel Haukar unnu ÍR, 30-28, á heimavelli í 5. umferð Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. ÍR-ingar voru með yfirhöndina nánast allan leikinn en Haukar skoruðu þrjú mörk í röð í stöðunni, 26-26, þegar um fimm mínútur voru eftir og kláruðu leikinn í kjölfarið. Fyrri hálfleikur var mikil skemmtun fyrir áhorfendur þar sem mörg mörk litu dagsins ljós. Fyrstu 30. mínúturnar voru æsispennandi og liðin skiptust á forystunni. Staðan var 5-5 eftir 8. mínútna leik og markmenn beggja liða búnir að eiga ágætis leik sitthvorum enda vallarins. ÍR-ingar skoruðu tvö mörk í röð og náðu tveggja marka forskoti en dínamískt jafnvægi var á liðinum á þessum kafla og Haukar jöfnuðu leikinn á ný. Leikurinn var jafn alveg til enda fyrri hálfleiksins. Haukar voru yfir með einu marki þegar tvær mínútur voru eftir en þá skoruðu gestirnir tvö mörk í röð og fóru til búningsklefa marki yfir, 15-16. Sturla Ásgeirson var duglegur að skora fyrir ÍR-inga úr hraðaupphlaupum og skoraði sex mörk í fyrri hálfleik. Árni Steinn Steinþórsson, leikmaður Hauka, var drjúgur fyrir þá rauðklæddu og skoraði mörg góð mörk fyrir utan. Gestirnir byrjuðu seinni hálfleik virkilega vel og komust í fjögurra marka forystu, 17-21, eftir sjö mínútna leik. Haukarnir löguðu stöðuna eftir því sem leið á en voru ávallt skrefi á eftir ÍR-ingum. Jón Þorbjörn Jóhannson, línumaður Hauka, minnkaði muninn í eitt mark á 43. mínútnu, 22-23, og áhorfendur komnir með spennandi leik á ný. Einar Pétur Pétursson, hornamaður Hauka, jafnaði leikinn, 26,-26, þegar sjö mínútur voru til leiksloka. Staðan var jöfn í fjórar mínútur þar sem markmenn vörðu hvert skotið á eftir öðru. Haukar skoruðu þá þrjú mörk í röð eftir mikinn klaufagang í sókninni hjá ÍR-ingum og kláruðu leikinn. Heimamenn sýndu mikinn karakter í lokin og uppskáru tvö stig. Einar Pétur Pétursson var markahæstur Hauka með átta mörk og þá skoraði Sturla níu fyrir ÍR. Sigurbergur Sveinsson, markahæsti leikmaður Hauka, var fjarri góðu gamni í leiknum vegna meiðsla. Sigurbergur snéri ökklan illa á móti Benfica í síðustu viku. Patrekur: Lykilatriði er að gefast ekki upp„Ég var óánægður með liðið í hálfleik. Það vantaði grimmdina að stoppa, fá fríköst og við vorum að klikka á miklu. Alltaf skrefinu á eftir eins og á móti Benfica,“ sagði Patrekur Jóhannesson, þjálfari Hauka, eftir leikinn. „Við vorum samt að skora mörk og leystum þannig séð sóknarleikinn betur en oft áður. En lykilatriði er að gefast ekki upp og þá áttu 2.flokk strákarnir sem komu inn af bekknum góðan leik. Þeir voru klárir og óhræddir.“ „ÍR-ingar eru með gott lið og höfðu unnið þrjá leiki röð. Ég vissi að við þurftum að spila vel og kaflinn hjá okkur í lokin var virkilega góður.“ „Þetta leit ekkert vel út þegar um fimm mínútur voru eftir en það þýðir ekkert að væla heldur halda bara áfram. Við sýndum það í kvöld að við vorum naglar og gáfumst ekki upp. Þráttt fyrir að handboltalega voru mörg atriði ekki í lagi hjá okkur. Við æfum þau áfram en aðalatriði er að missa ekki haus og ég er sáttur við þessi tvö stig á móti svona hörku liði,“ sagði Patrekur sáttur með sína menn. Bjarki: Einbeitingaskortur og óagaðar ákvarðanir í sókninni„Þetta var svolítið spennandi en það var bara hérna í lokin. Við vorum fjórum mörkum yfir þegar sjö mínútur voru eftir og þá er eins og blaðran hafi sprungið. Menn virtust halda að þetta væri komið og það er virkilega slæmt ef þannig hlutir eru að koma fyrir í leikjum,“ sagði Bjarki Sigurðsson, þjálfari ÍR, svekktur eftir leikinn. „Menn fóru inn í sína eigin skel og fóru að reyna upp á eigin spýtur. Þá duttu menn út úr skipulaginu og boltinn fékk ekki ganga. Ekkert gekk upp í sókinni á þeim tíma og við fengum hraðaupphlaup í bakið.“ „Þeir spiluðu skynsamlegra en við síðustu tíu mínútarnar og uppskáru sigur. Einbeitingaskortur og óagaðar ákvarðanir í sókninni. Hugsanlega vitlaust stillt upp hjá mér í sókn fyrir utan þá fjórtán tæknilegu feila sem við vorum með í leiknum. Þeir eiga að vera í mesta lagi sex í einum leik.“ „Þó svo að við skorum 28 mörk í leiknum að þá vorum við ekki góðir í sókn,“ sagði Bjarki ósáttur með sína menn í lokin Olís-deild karla Mest lesið Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Körfubolti „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Enski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Fleiri fréttir Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Sjá meira
Haukar unnu ÍR, 30-28, á heimavelli í 5. umferð Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. ÍR-ingar voru með yfirhöndina nánast allan leikinn en Haukar skoruðu þrjú mörk í röð í stöðunni, 26-26, þegar um fimm mínútur voru eftir og kláruðu leikinn í kjölfarið. Fyrri hálfleikur var mikil skemmtun fyrir áhorfendur þar sem mörg mörk litu dagsins ljós. Fyrstu 30. mínúturnar voru æsispennandi og liðin skiptust á forystunni. Staðan var 5-5 eftir 8. mínútna leik og markmenn beggja liða búnir að eiga ágætis leik sitthvorum enda vallarins. ÍR-ingar skoruðu tvö mörk í röð og náðu tveggja marka forskoti en dínamískt jafnvægi var á liðinum á þessum kafla og Haukar jöfnuðu leikinn á ný. Leikurinn var jafn alveg til enda fyrri hálfleiksins. Haukar voru yfir með einu marki þegar tvær mínútur voru eftir en þá skoruðu gestirnir tvö mörk í röð og fóru til búningsklefa marki yfir, 15-16. Sturla Ásgeirson var duglegur að skora fyrir ÍR-inga úr hraðaupphlaupum og skoraði sex mörk í fyrri hálfleik. Árni Steinn Steinþórsson, leikmaður Hauka, var drjúgur fyrir þá rauðklæddu og skoraði mörg góð mörk fyrir utan. Gestirnir byrjuðu seinni hálfleik virkilega vel og komust í fjögurra marka forystu, 17-21, eftir sjö mínútna leik. Haukarnir löguðu stöðuna eftir því sem leið á en voru ávallt skrefi á eftir ÍR-ingum. Jón Þorbjörn Jóhannson, línumaður Hauka, minnkaði muninn í eitt mark á 43. mínútnu, 22-23, og áhorfendur komnir með spennandi leik á ný. Einar Pétur Pétursson, hornamaður Hauka, jafnaði leikinn, 26,-26, þegar sjö mínútur voru til leiksloka. Staðan var jöfn í fjórar mínútur þar sem markmenn vörðu hvert skotið á eftir öðru. Haukar skoruðu þá þrjú mörk í röð eftir mikinn klaufagang í sókninni hjá ÍR-ingum og kláruðu leikinn. Heimamenn sýndu mikinn karakter í lokin og uppskáru tvö stig. Einar Pétur Pétursson var markahæstur Hauka með átta mörk og þá skoraði Sturla níu fyrir ÍR. Sigurbergur Sveinsson, markahæsti leikmaður Hauka, var fjarri góðu gamni í leiknum vegna meiðsla. Sigurbergur snéri ökklan illa á móti Benfica í síðustu viku. Patrekur: Lykilatriði er að gefast ekki upp„Ég var óánægður með liðið í hálfleik. Það vantaði grimmdina að stoppa, fá fríköst og við vorum að klikka á miklu. Alltaf skrefinu á eftir eins og á móti Benfica,“ sagði Patrekur Jóhannesson, þjálfari Hauka, eftir leikinn. „Við vorum samt að skora mörk og leystum þannig séð sóknarleikinn betur en oft áður. En lykilatriði er að gefast ekki upp og þá áttu 2.flokk strákarnir sem komu inn af bekknum góðan leik. Þeir voru klárir og óhræddir.“ „ÍR-ingar eru með gott lið og höfðu unnið þrjá leiki röð. Ég vissi að við þurftum að spila vel og kaflinn hjá okkur í lokin var virkilega góður.“ „Þetta leit ekkert vel út þegar um fimm mínútur voru eftir en það þýðir ekkert að væla heldur halda bara áfram. Við sýndum það í kvöld að við vorum naglar og gáfumst ekki upp. Þráttt fyrir að handboltalega voru mörg atriði ekki í lagi hjá okkur. Við æfum þau áfram en aðalatriði er að missa ekki haus og ég er sáttur við þessi tvö stig á móti svona hörku liði,“ sagði Patrekur sáttur með sína menn. Bjarki: Einbeitingaskortur og óagaðar ákvarðanir í sókninni„Þetta var svolítið spennandi en það var bara hérna í lokin. Við vorum fjórum mörkum yfir þegar sjö mínútur voru eftir og þá er eins og blaðran hafi sprungið. Menn virtust halda að þetta væri komið og það er virkilega slæmt ef þannig hlutir eru að koma fyrir í leikjum,“ sagði Bjarki Sigurðsson, þjálfari ÍR, svekktur eftir leikinn. „Menn fóru inn í sína eigin skel og fóru að reyna upp á eigin spýtur. Þá duttu menn út úr skipulaginu og boltinn fékk ekki ganga. Ekkert gekk upp í sókinni á þeim tíma og við fengum hraðaupphlaup í bakið.“ „Þeir spiluðu skynsamlegra en við síðustu tíu mínútarnar og uppskáru sigur. Einbeitingaskortur og óagaðar ákvarðanir í sókninni. Hugsanlega vitlaust stillt upp hjá mér í sókn fyrir utan þá fjórtán tæknilegu feila sem við vorum með í leiknum. Þeir eiga að vera í mesta lagi sex í einum leik.“ „Þó svo að við skorum 28 mörk í leiknum að þá vorum við ekki góðir í sókn,“ sagði Bjarki ósáttur með sína menn í lokin
Olís-deild karla Mest lesið Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Körfubolti „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Enski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Fleiri fréttir Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Sjá meira