Úrvalsdeildarlið Snæfells er búið að finna nýjan Kana en Snæfell hefur samið við Vance Cooksey.
Þessi strákur lék með Youngstown-háskólanum í þrjú ár en tók lokaárið sitt í skóla með Quincy Hankins-Cole, fyrrum leikmanni Snæfells. Það var í Pikeville.
Vance var með 18,7 stig, 4,3 fráköst og 5,1 stoðsendingu að meðaltali í leik hjá skólanum.
Hann hefur undanfarið meðal annars leikið í Kína og í D-deildinni bandarísku. Hann var valinn til þess að spila á undirbúningstímabilinu 2012 með Chicago Bulls.
Cooksey verður löglegur með Snæfelli er liðið sækir Skallagrím heim.
Snæfell teflir nýjum Kana fram í kvöld
