Hinn ungi og efnilegi leikmaður Fram, Stefán Darri Þórsson, varð fyrir því óláni að meiðast illa í tapleiknum gegn FH í gær.
Atvikið átti sér stað snemma í leiknum. Hann féll þá í gólfið með hendina undir sér. Við það handarbrotnaði hann.
Leikur Fram-liðsins hrundi og liðið var rassskellt í Krikanum.
Stefán Darri verður frá í einhverjar vikur vegna meiðslanna.
