Norður-Írinn Rory McIlroy virðist vera að vakna til lífsins á nýjan leik en hann er að spila vel á opna kóreska mótinu.
Eftir tvo hringi er McIlroy á þrem höggum undir pari og tveim höggum á eftir efsta manni.
"Upphafshöggin mín eru góð og ég hef einnig fundið mig vel með járnin. Mér líður vel," sagði McIlroy en hann hefur verið heillum horfin í allt ár.
Þetta mót er ekki sterkasta mót sem McIlroy hefur tekið þátt í en engu að síður myndi það gefa honum sjálfstraust að leika heilt mót vel. Það hefur gerst sjaldan síðustu mánuði.
McIlroy er að spila vel í Kóreu

Mest lesið




„Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“
Íslenski boltinn

„Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“
Íslenski boltinn


Jota í frægðarhöll Úlfanna
Fótbolti



Leikur Grindavíkur færður vegna gossins
Íslenski boltinn