Arsenal er með fullt hús eftir tvo leiki í Meistaradeildinni en liðið vann sannfærandi 2-0 sigur á Napoli í toppslag F-riðilsins í kvöld. Knattspyrnustjórinn Arsene Wenger brosti líka í leikslok.
„Mér fannst við spila á góðum hraða, vorum hnitmiðaðir í okkar aðgerðum og skoruðum tvö frábær mörk. Fyrri hálfleikurinn var meiriháttar og við spiluðum seinni hálfleikinn síðan af yfirvegun. Heilt yfir var þetta mjög góður leikur hjá okkur," sagði Arsene Wenger.
„Fyrri hálfleikurinn var stórkostlegur, algjörlega frábær. Það var allt til alls í honum og allt sem mig dreymir um að sjá þegar ég mæti á fótboltaleik," sagði Wenger.
„Við vorum mjög traustir og það voru Flamini og Arteta sem sáu til þess. Ég vildi að Flamini yrði öflugur í skyndisóknunum með Ramsey og það gekk upp," sagði Wenger.
„Það er ekki hægt að byrja betur en þetta mun ráðast í næstu tveimur leikjum. Þá koma mínir menn til baka eftir landsleikjahlé og spila flottan leik á móti Dortmund," sagði Wenger.
Wenger: Allt sem mig dreymir um að sjá í fótboltaleik
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


Leikur Chelsea og Benfica blásinn af
Fótbolti

Einhenta undrið ekki í NBA
Körfubolti



Penninn á lofti í Keflavík
Körfubolti



