Bayern München fór illa með Manchester City Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. október 2013 18:15 Mynd/AP Evrópumeistarar Bayern München sýndu allar sínar bestu hliðar í Meistaradeildinni í fótbolta í kvöld þegar liðið fór illa með enska liðið Manchester City í 3-1 sigri á Etihad-leikvanginum í Manchester-borg. Pep Guardiola, þjálfari Bayern München, gat fagnað frábærum leik sinna manna sem eru orðnir strax í byrjun október langsigurstranglegasta liðið í Meistaradeildinni. Manchester City var í það minnsta mörgum númerum of lítið fyrir liðsmenn Bayern München í kvöld og tapaði þar með fyrsta Evrópuleiknum á heimavelli í fimm ár. Bayern-liðið gjörsamlega yfirspilaði lið Manchester City í fyrri hálfleiknum en lærisveinar Manuel Pellegrini sluppu inn í hálfleik bara einu marki undir. Bæjarar voru með boltann 67 prósent af leiktímanum og áttu meira en þrefalt fleiri heppnaðar sendingar. Franck Ribéry skoraði markið strax á sjöundu mínútu eftir að hann fékk tíma til að láta vaða á markið af 25 metra færi. Ribéry lét ekki bjóða sér slíkt tvisvar og skoraði dæmigert mark fyrir sig en Joe Hart hefði þó mátt gera betur í markinu. Manchester City byrjaði seinni hálfleikinn ágætlega en svo tók Bayern völdin aftur. Liðsmenn Bæjarara dáleiddu City-menn með laglegu samspili sem endaði með frábærri sendingu Dante inn á Thomas Müller. Müller lék á Hart í markinu og skoraði auðveldlega. Arjen Robben bætti síðan þriðja markinu við aðeins þremur mínútum síðar þegar hann réðst á vörnina í skyndisókn eftir að City-menn töpuðu boltanum á miðjunni. Bayern fékk fullt af færum til að bæta við mörkum en Manchester City menn "sluppu" með skrekkinn og Álvaro Negredo náði síðan að minnka muninn í 3-1 tíu mínútum fyrir leikslok. Bayern endaði leikinn reyndar einum manni færri eftir að Jérôme Boateng fékk beint rautt spjald fyrir að fella Yaya Toure sem var að sleppa í gegn. Varamenn Manchester City, David Silva og Álvaro Negredo, lífguðu mikið upp á leik City í lokin en komu hreinlega bara of seint inn á völlinn. City fékk þó færi til að minnka muninn í eitt mark á lokamínútunum. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Hættur aðeins þrítugur Golf Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Körfubolti „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Sjá meira
Evrópumeistarar Bayern München sýndu allar sínar bestu hliðar í Meistaradeildinni í fótbolta í kvöld þegar liðið fór illa með enska liðið Manchester City í 3-1 sigri á Etihad-leikvanginum í Manchester-borg. Pep Guardiola, þjálfari Bayern München, gat fagnað frábærum leik sinna manna sem eru orðnir strax í byrjun október langsigurstranglegasta liðið í Meistaradeildinni. Manchester City var í það minnsta mörgum númerum of lítið fyrir liðsmenn Bayern München í kvöld og tapaði þar með fyrsta Evrópuleiknum á heimavelli í fimm ár. Bayern-liðið gjörsamlega yfirspilaði lið Manchester City í fyrri hálfleiknum en lærisveinar Manuel Pellegrini sluppu inn í hálfleik bara einu marki undir. Bæjarar voru með boltann 67 prósent af leiktímanum og áttu meira en þrefalt fleiri heppnaðar sendingar. Franck Ribéry skoraði markið strax á sjöundu mínútu eftir að hann fékk tíma til að láta vaða á markið af 25 metra færi. Ribéry lét ekki bjóða sér slíkt tvisvar og skoraði dæmigert mark fyrir sig en Joe Hart hefði þó mátt gera betur í markinu. Manchester City byrjaði seinni hálfleikinn ágætlega en svo tók Bayern völdin aftur. Liðsmenn Bæjarara dáleiddu City-menn með laglegu samspili sem endaði með frábærri sendingu Dante inn á Thomas Müller. Müller lék á Hart í markinu og skoraði auðveldlega. Arjen Robben bætti síðan þriðja markinu við aðeins þremur mínútum síðar þegar hann réðst á vörnina í skyndisókn eftir að City-menn töpuðu boltanum á miðjunni. Bayern fékk fullt af færum til að bæta við mörkum en Manchester City menn "sluppu" með skrekkinn og Álvaro Negredo náði síðan að minnka muninn í 3-1 tíu mínútum fyrir leikslok. Bayern endaði leikinn reyndar einum manni færri eftir að Jérôme Boateng fékk beint rautt spjald fyrir að fella Yaya Toure sem var að sleppa í gegn. Varamenn Manchester City, David Silva og Álvaro Negredo, lífguðu mikið upp á leik City í lokin en komu hreinlega bara of seint inn á völlinn. City fékk þó færi til að minnka muninn í eitt mark á lokamínútunum.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Hættur aðeins þrítugur Golf Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Körfubolti „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Sjá meira