Zlatan með tvö mörk fyrir PSG - Úrslitin í Meistaradeildinni í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. október 2013 18:15 Zlatan Ibrahimović. Mynd/AP Franska liðið Paris Saint-Germain er í miklum ham í meistaradeildinni en liðið er með sex stig og sjö mörk eftir fyrstu tvo leikina. PSG vann 3-0 sigur á Benfica í kvöld í uppgjöri efstu liða riðilsins. PSG er eitt af þremur liðum í riðlum A til D sem er með fullt hús eftir tvær umferðir en hin eru Bayern München og Real Madrid. Öll hafa þessi þrjú lið sýnd snilldartilþrif í fyrstu tveimur umferðum keppninnar. Svíinn Zlatan Ibrahimović skoraði tvö mörk fyrir Paris Saint-Germain í kvöld og franska liðið afgreiddi leikinn strax á fyrsta hálftíma leiksins með því að skora þá öll þrjú mörkin sín. Benfica vann fyrsta leikinn sinn en átti ekki möguleika í kvöld. Didier Drogba kom Galatasaray yfir á móti á Juventus í fyrsta leik tyrkneska liðsins undir stjórn Roberto Mancini en liðin sættust á endanum á 2-2 jafntefli. Konstantinos Mitroglou, 25 ára grískur framherji, skoraði þrennu fyrir Olympiakos í 3-0 útisigri á Anderlecht í Belgíu í kvöld en liðin eru með Paris Saint-Germain í riðli. Jens Hegeler tryggði Bayer Leverkusen 2-1 heimasigur á Real Sociedad með marki beint úr aukaspyrnu á annarri mínútu í uppbótartíma. Cristiano Ronaldo skoraði tvö mörk þegar Real Madrid vann 4-0 sigur á liði Ragnars Sigurðssonar og Rúriks Gíslasonar á Santiago Bernabéu í Meistaradeildinni í fótbolta í kvöld. Ronaldo lék þarna sinn hundraðasta Evrópuleik og hélt upp á það með stæl en Ángel di María skoraði einnig tvennu fyrir spænska liðið í kvöld. Leikmenn Real Madrid hafa skorað tíu mörk í tveimur fyrstu leikjum sínum í meistaradeildinni í vetur. Evrópumeistarar Bayern München sýndu allar sínar bestu hliðar í Meistaradeildinni í fótbolta í kvöld þegar liðið fór illa með enska liðið Manchester City í 3-1 sigri á Etihad-leikvanginum í Manchester-borg. Manchester United er ennþá á toppi síns riðils í Meistaradeildinni í fótbolta þrátt fyrir að hafa séð á eftir tveimur stigum í kvöld. Manchester United var yfir í 58 mínútur á móti Shakhtar Donetsk í Úkraínu en varð að sætta sig á endanum við 1-1 jafntefli. Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir úrslit og markaskora í öllum leikjum kvöldsins en það er hægt að nálgast frekari upplýsinga um leikina með því smella á þá í Boltavaktinn sem er aðgengileg hér neðst á síðunni.Mynd/NordicPhotos/GettyÚrslit og markaskorar í Meistaradeildinni í kvöld:A-riðillShakhtar Donetsk - Manchester United 1-1 0-1 Danny Welbeck (18.), 1-1 Taison (76.)Bayer Leverkusen - Real Sociedad 2-1 1-0 Simon Rolfes (45.), 1-1 Carlos Vela (52.), 2-1 Jens Hegeler (90.)B-riðillReal Madrid - FC Kaupmannahöfn 4-0 1-0 Cristiano Ronaldo (21.), 2-0 Cristiano Ronaldo (65.), 3-0 Ángel di María (71.), 4-0 Ángel di María (90.+1)Juventus - Galatasaray 2-2 0-1 Didier Drogba (36.), 1-1 Arturo Vidal (78.), 2-1 Fabio Quagliarella (87.), 2-2 Umut Bulut (88.)C-riðillAnderlecht - Olympiakos 0-3 0-1 Konstantinos Mitroglou (17.), 0-2 Konstantinos Mitroglou (56.), 0-3 Konstantinos Mitroglou (72.)Paris Saint-Germain - Benfica 3-0 1-0 Zlatan Ibrahimović (5.), 2-0 Marquinhos (25.), 2-0 Zlatan Ibrahimović (30.)D-riðillManchester City - Bayern München 1-3 0-1 Franck Ribéry (7.), 0-2 Thomas Müller (56.), 0-3 Arjen Robben (59.), 1-3 Álvaro Negredo (80.)CSKA Moskva - Viktoria Plzen 3-2 0-1 František Rajtoral (4.), 1-1 Zoran Tošić (19.), 2-1 Keisuke Honda (29.), 3-1 Sjálfsmark (78.), 3-2 Marek Bakos (90.). Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Enski boltinn „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Fleiri fréttir Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Í beinni: Arsenal - Manchester United | Stórveldi slást um stigin þrjú Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Sjá meira
Franska liðið Paris Saint-Germain er í miklum ham í meistaradeildinni en liðið er með sex stig og sjö mörk eftir fyrstu tvo leikina. PSG vann 3-0 sigur á Benfica í kvöld í uppgjöri efstu liða riðilsins. PSG er eitt af þremur liðum í riðlum A til D sem er með fullt hús eftir tvær umferðir en hin eru Bayern München og Real Madrid. Öll hafa þessi þrjú lið sýnd snilldartilþrif í fyrstu tveimur umferðum keppninnar. Svíinn Zlatan Ibrahimović skoraði tvö mörk fyrir Paris Saint-Germain í kvöld og franska liðið afgreiddi leikinn strax á fyrsta hálftíma leiksins með því að skora þá öll þrjú mörkin sín. Benfica vann fyrsta leikinn sinn en átti ekki möguleika í kvöld. Didier Drogba kom Galatasaray yfir á móti á Juventus í fyrsta leik tyrkneska liðsins undir stjórn Roberto Mancini en liðin sættust á endanum á 2-2 jafntefli. Konstantinos Mitroglou, 25 ára grískur framherji, skoraði þrennu fyrir Olympiakos í 3-0 útisigri á Anderlecht í Belgíu í kvöld en liðin eru með Paris Saint-Germain í riðli. Jens Hegeler tryggði Bayer Leverkusen 2-1 heimasigur á Real Sociedad með marki beint úr aukaspyrnu á annarri mínútu í uppbótartíma. Cristiano Ronaldo skoraði tvö mörk þegar Real Madrid vann 4-0 sigur á liði Ragnars Sigurðssonar og Rúriks Gíslasonar á Santiago Bernabéu í Meistaradeildinni í fótbolta í kvöld. Ronaldo lék þarna sinn hundraðasta Evrópuleik og hélt upp á það með stæl en Ángel di María skoraði einnig tvennu fyrir spænska liðið í kvöld. Leikmenn Real Madrid hafa skorað tíu mörk í tveimur fyrstu leikjum sínum í meistaradeildinni í vetur. Evrópumeistarar Bayern München sýndu allar sínar bestu hliðar í Meistaradeildinni í fótbolta í kvöld þegar liðið fór illa með enska liðið Manchester City í 3-1 sigri á Etihad-leikvanginum í Manchester-borg. Manchester United er ennþá á toppi síns riðils í Meistaradeildinni í fótbolta þrátt fyrir að hafa séð á eftir tveimur stigum í kvöld. Manchester United var yfir í 58 mínútur á móti Shakhtar Donetsk í Úkraínu en varð að sætta sig á endanum við 1-1 jafntefli. Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir úrslit og markaskora í öllum leikjum kvöldsins en það er hægt að nálgast frekari upplýsinga um leikina með því smella á þá í Boltavaktinn sem er aðgengileg hér neðst á síðunni.Mynd/NordicPhotos/GettyÚrslit og markaskorar í Meistaradeildinni í kvöld:A-riðillShakhtar Donetsk - Manchester United 1-1 0-1 Danny Welbeck (18.), 1-1 Taison (76.)Bayer Leverkusen - Real Sociedad 2-1 1-0 Simon Rolfes (45.), 1-1 Carlos Vela (52.), 2-1 Jens Hegeler (90.)B-riðillReal Madrid - FC Kaupmannahöfn 4-0 1-0 Cristiano Ronaldo (21.), 2-0 Cristiano Ronaldo (65.), 3-0 Ángel di María (71.), 4-0 Ángel di María (90.+1)Juventus - Galatasaray 2-2 0-1 Didier Drogba (36.), 1-1 Arturo Vidal (78.), 2-1 Fabio Quagliarella (87.), 2-2 Umut Bulut (88.)C-riðillAnderlecht - Olympiakos 0-3 0-1 Konstantinos Mitroglou (17.), 0-2 Konstantinos Mitroglou (56.), 0-3 Konstantinos Mitroglou (72.)Paris Saint-Germain - Benfica 3-0 1-0 Zlatan Ibrahimović (5.), 2-0 Marquinhos (25.), 2-0 Zlatan Ibrahimović (30.)D-riðillManchester City - Bayern München 1-3 0-1 Franck Ribéry (7.), 0-2 Thomas Müller (56.), 0-3 Arjen Robben (59.), 1-3 Álvaro Negredo (80.)CSKA Moskva - Viktoria Plzen 3-2 0-1 František Rajtoral (4.), 1-1 Zoran Tošić (19.), 2-1 Keisuke Honda (29.), 3-1 Sjálfsmark (78.), 3-2 Marek Bakos (90.).
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Enski boltinn „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Fleiri fréttir Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Í beinni: Arsenal - Manchester United | Stórveldi slást um stigin þrjú Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Sjá meira