Fótbolti

Ronaldo fékk treyjuna hans Rúriks

Stefán Árni Pálsson skrifar
Rúrik Gíslason, leikmaður FCK, kom við sögu í leiknum gegn Real Madrid í gær en liðið tapaði 4-0 á Bernabéu.

FCK og Real Madrid eru í sama riðli í Meistaradeild Evrópu en auk Rúriks var Ragnar Sigurðsson einnig í liði FCK.

Eftir leik skipti Rúrik um treyju við einn besta knattspyrnumann heimsins, Cristiano Ronaldo.

Ronaldo skoraði tvö mörk í leiknum og lék einnig sinn 100. Evrópuleik á ferlinum.

Rúrik birti í dag mynd af treyju portúgalska snillingsins á samskiptamiðlinum Instagram sem má sjá hér að neðan.

„Skipti um treyju við Ronaldo eftir leikinn i gær. Smá sárabót!“ skrifaði Rúrik með myndinni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×