Von er á nýstárlegum tannbursta sem þrífur allar tennur mannsins á aðeins sex sekúndum. Það er fyrirtækið Blizzident sem hefur þróað tækni sem þrífur allar tennurnar á aðeins sex sekúdnum og nær á alla erfiðustu staði tanngarðsins.
Um er að ræða tanngóm sem er hannaður eftir tanngarði hvers einstaklings fyrir sig, byggða á myndatöku tannlæknis. Hreyfa þarf tennurnar tvisvar upp og niður og þrífur gómurinn allar tennurnar um leið. Það tekur því aðeins sex sekúndur að bursta tennurnar í stað mínútu eða mínútna áður.
„Blizzident þrífur alla erfiðustu staðina og eyðir þeim villum sem einstaklingar gera þegar þeir bursta tennurnar. Aðeins þarf að bíta tvisvar í góminn og þá eru allar tennurnar hreinar,“ segir á vefsíðu Blizzident.
Þessi nýja tækni gæti vakið athygli hjá þeim sem vilja eyða minni tíma við að bursta tennurnar. Verðmiðinn gæti þó fælt frá því þessi tannburstagómur kostar 250 dali eða um 30 þúsund krónur. Hver gómur dugar í eitt ár áður en kaupa þarf nýjan.
Burstar tennurnar á sex sekúndum
Jón Júlíus Karlsson skrifar
Mest lesið

Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið
Viðskipti innlent


Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka
Viðskipti innlent

Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun
Viðskipti innlent

Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna
Viðskipti innlent


Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum
Viðskipti erlent

Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent
Viðskipti innlent

Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni
Viðskipti innlent

Síðasti dropinn á sögulegri stöð
Viðskipti innlent