Ólafur Björn: Það er mjög erfitt að kyngja þessu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. október 2013 19:02 Ólafur Björn Loftsson. Mynd/Pjetur Ólafur Björn Loftsson, kylfingur úr Nesklúbbnum, var aðeins tveimur höggum frá því að komast í gegnum fyrsta stig úrtökumótsins fyrri Evrópumótaröðina í golfi. Lokahringurinn í Frakklandi var leikinn í dag. Ólafur Björn lék lokahringinn á þremur höggum yfir pari sem skilaði honum í 30. sæti. Efstu 27 kylfingarnir komust áfram og Ólafur því hársbreidd, eða tveimur höggum, frá þátttöku á næsta stigi. Ólafur segist á Fésbókarsíðu sinni hafa gengið í gegnum mótlæti undanfarnar vikur en það dragi þó ekki úr honum kraftinn. Hann hafi mikla trú á sjálfum sér og veit að hann mun koma sterkari til baka þrátt fyrir mótlætið. Færslu Ólafs Björns í heild sinni má sjá hér að neðan. Lokastöðuna í mótinu má sjá hér.„Ég komst því miður ekki áfram á næsta stig eftir að spila lokahringinn á 74 (+3) höggum. 27 kylfingar fóru áfram en ég endaði jafn í 30. sæti, tveimur höggum frá takmarkinu. Það er mjög erfitt að kyngja þessu en þetta var einfaldlega ekki minn dagur. Ég gerði fá mistök, hitti nánast allar brautirnar og óð í góðum fuglafærum allan hringinn. Ég hitti til að mynda 10 flatir í röð en náði bara ekki að brjóta ísinn. Ég átti mörg góð pútt en ofan í vildi boltinn ekki. Ég varð fyrir því óláni að tapa tveimur höggum snemma á hringnum þegar ég týndi bolta eftir að ég sló innáhöggi mínu í tré þar sem boltinn festist líklega. En ég gerði margt gott í dag, barðist fram á síðustu holu og ég sé ekki eftir neinu.Ég hef gengið í gegnum smá mótlæti undanfarnar vikur en ég læt þetta ekki draga úr mér kraftinn. Ég hef mikla trú á sjálfum mér og ég veit að ég kem mun sterkari til baka. Þarf að hrista þessi vonbrigði fljótt af mér og vinna stíft að því að bæta minn leik.Ég vil þakka öllum mínum styrktar- og stuðningsaðilum, fjölskyldu og vinum fyrir frábæran stuðning.“ Golf Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Ólafur Björn Loftsson, kylfingur úr Nesklúbbnum, var aðeins tveimur höggum frá því að komast í gegnum fyrsta stig úrtökumótsins fyrri Evrópumótaröðina í golfi. Lokahringurinn í Frakklandi var leikinn í dag. Ólafur Björn lék lokahringinn á þremur höggum yfir pari sem skilaði honum í 30. sæti. Efstu 27 kylfingarnir komust áfram og Ólafur því hársbreidd, eða tveimur höggum, frá þátttöku á næsta stigi. Ólafur segist á Fésbókarsíðu sinni hafa gengið í gegnum mótlæti undanfarnar vikur en það dragi þó ekki úr honum kraftinn. Hann hafi mikla trú á sjálfum sér og veit að hann mun koma sterkari til baka þrátt fyrir mótlætið. Færslu Ólafs Björns í heild sinni má sjá hér að neðan. Lokastöðuna í mótinu má sjá hér.„Ég komst því miður ekki áfram á næsta stig eftir að spila lokahringinn á 74 (+3) höggum. 27 kylfingar fóru áfram en ég endaði jafn í 30. sæti, tveimur höggum frá takmarkinu. Það er mjög erfitt að kyngja þessu en þetta var einfaldlega ekki minn dagur. Ég gerði fá mistök, hitti nánast allar brautirnar og óð í góðum fuglafærum allan hringinn. Ég hitti til að mynda 10 flatir í röð en náði bara ekki að brjóta ísinn. Ég átti mörg góð pútt en ofan í vildi boltinn ekki. Ég varð fyrir því óláni að tapa tveimur höggum snemma á hringnum þegar ég týndi bolta eftir að ég sló innáhöggi mínu í tré þar sem boltinn festist líklega. En ég gerði margt gott í dag, barðist fram á síðustu holu og ég sé ekki eftir neinu.Ég hef gengið í gegnum smá mótlæti undanfarnar vikur en ég læt þetta ekki draga úr mér kraftinn. Ég hef mikla trú á sjálfum mér og ég veit að ég kem mun sterkari til baka. Þarf að hrista þessi vonbrigði fljótt af mér og vinna stíft að því að bæta minn leik.Ég vil þakka öllum mínum styrktar- og stuðningsaðilum, fjölskyldu og vinum fyrir frábæran stuðning.“
Golf Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira