Sá þriðji í röð hjá Vettel í Suður-Kóreu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. október 2013 09:45 Vettel og Horner fögnuðu vel í morgun. Nordicphotos/Getty Þjóðverjinn Sebastian Vettel sigraði nokkuð örugglega í Suður-Kóreu kappakstrinum sem fram fór í morgun. Fernando Alonso, helsti keppinautur Vettel um heimsmeistaratitilinn, hafnaði í sjötta sæti. Vettel, sem ekur fyrir Red Bull, ræsti fyrstur og skildi Lewis Hamilton á Mercedes, sem ræsti annar, eftir í rykinu strax á fyrsta hring. Hamilton skilaði sér í mark í fimmta sæti. Mesta keppi Vettel kom frá liðsfélögunum hjá Lotus, Kimi Raikkonen og Romain Grosjean. Kom það helst til þar sem kalla þurfti út öryggisbílana tvívegis sem gaf hægar ökuþórum tækifæri til að minnka bilið í Vettel. Raikkonen kom í mark rúmum fjórum sekúndum á eftir Vettel og Grosjen tæpum fimm. Nico Hulkenberg á Sauber hafnaði í fjórða sæti. Vettel hefur nú 77 stiga forskot á Alonso í keppninni um heimsmeistaratitil ökuþóra þegar fimm keppnum er ólokið. Þetta var þriðji sigur Vettel í röð í Suður-Kóreu og hans áttundi á tímabilinu.Keppni ökuþóra Sebastian Vettel 272 Fernando Alonso 195 Kimi Raikkonen 167 Lewis Hamilton 161 Mark Webber 130Keppni bílasmiða Red Bull Racing-Renault 402 Ferrari 284 Mercedes 283 Lotus-Renault 239 McLaren-Mercedes 81 Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Þjóðverjinn Sebastian Vettel sigraði nokkuð örugglega í Suður-Kóreu kappakstrinum sem fram fór í morgun. Fernando Alonso, helsti keppinautur Vettel um heimsmeistaratitilinn, hafnaði í sjötta sæti. Vettel, sem ekur fyrir Red Bull, ræsti fyrstur og skildi Lewis Hamilton á Mercedes, sem ræsti annar, eftir í rykinu strax á fyrsta hring. Hamilton skilaði sér í mark í fimmta sæti. Mesta keppi Vettel kom frá liðsfélögunum hjá Lotus, Kimi Raikkonen og Romain Grosjean. Kom það helst til þar sem kalla þurfti út öryggisbílana tvívegis sem gaf hægar ökuþórum tækifæri til að minnka bilið í Vettel. Raikkonen kom í mark rúmum fjórum sekúndum á eftir Vettel og Grosjen tæpum fimm. Nico Hulkenberg á Sauber hafnaði í fjórða sæti. Vettel hefur nú 77 stiga forskot á Alonso í keppninni um heimsmeistaratitil ökuþóra þegar fimm keppnum er ólokið. Þetta var þriðji sigur Vettel í röð í Suður-Kóreu og hans áttundi á tímabilinu.Keppni ökuþóra Sebastian Vettel 272 Fernando Alonso 195 Kimi Raikkonen 167 Lewis Hamilton 161 Mark Webber 130Keppni bílasmiða Red Bull Racing-Renault 402 Ferrari 284 Mercedes 283 Lotus-Renault 239 McLaren-Mercedes 81
Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira