Fljótasti maður heims, Usain Bolt, er búinn að setja sér framtíðarmarkmið en þau ná fram að Ólympíuleikunum í Ríó árið 2016.
Bolt hefur unnið gull í 100, 200 og 4x100 metra hlaupi á síðustu tveimur Ólympíuleikum og hann ætlar að endurtaka þann leik í þriðja skiptið.
"Ég vil að nafn mitt verði grafið í stein. Við hlið manna eins og Muhammad Ali, Michael Johnson og Michael Jordan. Allt snillingar í sinni íþrótt," sagði Bolt.
"Ég vil vera nefndur á sama tíma og þessir gaurar þegar ég hætti."
Bolt hafði áður sagt að hann myndi hætta eftir ÓL í Ríó en segist núna vera að íhuga að bæta einu ári við ferilinn.
Bolt vill vera eins og Ali og Jordan
