Þegar spænski framherjinn Raul hætti að spila í Meistaradeildinni héldu margir að markamet hans í keppninni yrði seint slegið.
Raul skoraði 71 mark í keppninni og voru langflest mörkin fyrir Real Madrid. Lionel Messi, leikmaður Barcelona, nálgast nú met Raul óðfluga.
Messi er búinn að skora 62 mörk í Meistaradeildinni og vantar því aðeins níu mörk til jafna Raul.
"Það er flott áskorun að slá þetta met hjá Raul. Það skiptir þó ekki miklu máli í stóra samhenginu. Liðið gengur fyrir og að vinna keppnina með Barcelona," sagði Messi hógvær að venju.
"Það skiptir mig engu máli hvort ég næ þessu meti í vetur eða ekki."

