Piltalandsliðið tryggði sér sæti á Evrópumótinu Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 22. september 2013 12:25 MYND / KYLFINGUR.IS Úlfar Jónsson landsliðsþjálfari var mjög ánægður með frammistöðu piltanna okkar sem tóku þátt fyrir hönd Íslands í undankeppni Evrópumótsins sem lauk í Slóvakíu í gær. Piltarnir stóðu sig frábærlega og tryggðu Íslandi eitt af þremur lausum sætunum á Evrópumótinu pilta 18 ára og yngri sem fram fer í Noregi á næsta ári. Landsliðsþjálfarainn var að vonum mjög kátur. „Maður getur ekki verið annað en ánægður og stoltur eftir þessa frammistöðu hjá strákunum. Markmiðið var að tryggja okkur eitt af þremur efstu sætunum og það tókst,“ sagði Úlfar Jónsson. „Finnar sóttu verulega á undir lokin en strákarnir stóðust álagið og náðu að landa þriðja sætinu. Þessi keppni er alltaf að verða sterkari og sterkari. Það gerir þennan árangur enn ánægjulegri. „Það hjálpaði okkur svo sannarlega framúrskarandi árangur hjá Gísla og Fannari Inga, að vera með tvö bestu skor einstaklinga, en liðsheildin var frábær og allir voru vel undirbúnir og einbeittir allan tímann. „Við erum með ungt og sterkt lið, Það segir manni að framtíðin er björt í íslensku golfi. Það er líka sérlega ánægjulegt að karlaliðið náði fyrr í sumar að tryggja sér þátttökurétt á EM landsliða á næsta ári. Þannig að við munum leika á a.m.k. þremur Evrópumótum landsliða á næsta ári, þ.e. karla, kvenna og pilta. Þetta er frábær endir á góðu tímabili,“ sagði Úlfar Jónsson landsliðsþjálfari. Golf Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Úlfar Jónsson landsliðsþjálfari var mjög ánægður með frammistöðu piltanna okkar sem tóku þátt fyrir hönd Íslands í undankeppni Evrópumótsins sem lauk í Slóvakíu í gær. Piltarnir stóðu sig frábærlega og tryggðu Íslandi eitt af þremur lausum sætunum á Evrópumótinu pilta 18 ára og yngri sem fram fer í Noregi á næsta ári. Landsliðsþjálfarainn var að vonum mjög kátur. „Maður getur ekki verið annað en ánægður og stoltur eftir þessa frammistöðu hjá strákunum. Markmiðið var að tryggja okkur eitt af þremur efstu sætunum og það tókst,“ sagði Úlfar Jónsson. „Finnar sóttu verulega á undir lokin en strákarnir stóðust álagið og náðu að landa þriðja sætinu. Þessi keppni er alltaf að verða sterkari og sterkari. Það gerir þennan árangur enn ánægjulegri. „Það hjálpaði okkur svo sannarlega framúrskarandi árangur hjá Gísla og Fannari Inga, að vera með tvö bestu skor einstaklinga, en liðsheildin var frábær og allir voru vel undirbúnir og einbeittir allan tímann. „Við erum með ungt og sterkt lið, Það segir manni að framtíðin er björt í íslensku golfi. Það er líka sérlega ánægjulegt að karlaliðið náði fyrr í sumar að tryggja sér þátttökurétt á EM landsliða á næsta ári. Þannig að við munum leika á a.m.k. þremur Evrópumótum landsliða á næsta ári, þ.e. karla, kvenna og pilta. Þetta er frábær endir á góðu tímabili,“ sagði Úlfar Jónsson landsliðsþjálfari.
Golf Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira