Öflugasti rafmagnsbíllinn - 3.000 hestöfl Finnur Thorlacius skrifar 27. september 2013 14:42 Rafmagnsbílar verða sífellt öflugri en þó eru ekki margir sem eru 3.000 hestöfl. Þessi hálfgerða raketta er þó svo öflug og öll þessi hestöfl koma eingöngu frá rafhlöðum. Þetta farartæki er samstarfsverkefni Venturi Automobiles og Ohio State háskólans og hefur fengið nafnið Buckeye Bullet. Tilgangurinn með smíði þess er að slá hraðaheimsmet rafmagnsbíla og markmiðið er að ná 600 km hraða. Heimsmetið er reyndar í eigu sömu aðila, uppá 468 km/klst og var sett árið 2010. Líklega mun heimsmetstilraunin þó bíða næsta árs. Á myndinni að ofan sést prins Albert frá Mónakó að spóka sig, ásamt prinsessunni Charlene, við farartækið öfluga. Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent
Rafmagnsbílar verða sífellt öflugri en þó eru ekki margir sem eru 3.000 hestöfl. Þessi hálfgerða raketta er þó svo öflug og öll þessi hestöfl koma eingöngu frá rafhlöðum. Þetta farartæki er samstarfsverkefni Venturi Automobiles og Ohio State háskólans og hefur fengið nafnið Buckeye Bullet. Tilgangurinn með smíði þess er að slá hraðaheimsmet rafmagnsbíla og markmiðið er að ná 600 km hraða. Heimsmetið er reyndar í eigu sömu aðila, uppá 468 km/klst og var sett árið 2010. Líklega mun heimsmetstilraunin þó bíða næsta árs. Á myndinni að ofan sést prins Albert frá Mónakó að spóka sig, ásamt prinsessunni Charlene, við farartækið öfluga.
Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent