Andskotinn ekki með lögheimili í Brussel Heimir Már Pétursson skrifar 27. september 2013 19:57 Hagræðingarhópur ríkisstjórnarinnar hefur skilað ráðherranefnd fyrstu tillögum sínum. Vigdís Hauksdóttir þingmaður Framsóknarflokksins segir liggja fyrir hagræðingarhópnum að koma með tillögur um tugmilljarða niðurskurð í ríkisrekstrinum á næstu árum. Vigdís situr í hagræðingarhópi ríkisstjórnarinnar sem ætlað er að finna leiðir til að draga úr útgjöldum ríkissjóðs á næstu árum. Hún segir flesta Íslendinga vita að ekki verði lengra farið í útþenslu ríkisbáknsins. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra leggur fyrsta fjárlagafrumvarp sitt fram á Alþingi á þriðjudag. Vigdís vonar að hluti tillagna hópsins rati inn í fjárlögin fyrir aðra umræðu um þau á þingi. En hópnum sé ætlað að starfa út kjörtímabilið. „Við erum að tala um tugi milljarða,“ segir Vigdís þegar hún er spurð um stærð verkefnisins Þrátt fyrir áform um mikinn niðurskurð í ríkisrekstrinum segir Vigdís að Íslendingar eigi að fara sömu leið og Finnar þegar kemur að fjárfestingu í rannsóknum. Finnar hafi aukið framlög sín á þessum sviðum í kreppunni þar upp úr 1990 með góðum árangri. Vigdís var kjörin formaður Heimssýnar í vikunni sem berst gegn aðild Íslands að Evrópusambandinu. „Ég veit ekki hvar andskotinn hefur lögheimili en líklega ekki í Brussel, gæti ég trúað,“ segir Vigdís. En hún vill að þingályktunartillaga verði lögð frá á haustþingi um að aðildarviðræðum við Evrópusambandið verði slitið. Enda sé ekki um neitt að semja. Við ræðum þetta, vantrú hennar á hagkvæmni rafstrengs til Evrópu, gífurlega styrki til landbúnaðar og fleira við Vigdísi í sjónvarpsþættinum Pólitíkinni sem nálgast má í heild sinni á Vísi. Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira
Hagræðingarhópur ríkisstjórnarinnar hefur skilað ráðherranefnd fyrstu tillögum sínum. Vigdís Hauksdóttir þingmaður Framsóknarflokksins segir liggja fyrir hagræðingarhópnum að koma með tillögur um tugmilljarða niðurskurð í ríkisrekstrinum á næstu árum. Vigdís situr í hagræðingarhópi ríkisstjórnarinnar sem ætlað er að finna leiðir til að draga úr útgjöldum ríkissjóðs á næstu árum. Hún segir flesta Íslendinga vita að ekki verði lengra farið í útþenslu ríkisbáknsins. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra leggur fyrsta fjárlagafrumvarp sitt fram á Alþingi á þriðjudag. Vigdís vonar að hluti tillagna hópsins rati inn í fjárlögin fyrir aðra umræðu um þau á þingi. En hópnum sé ætlað að starfa út kjörtímabilið. „Við erum að tala um tugi milljarða,“ segir Vigdís þegar hún er spurð um stærð verkefnisins Þrátt fyrir áform um mikinn niðurskurð í ríkisrekstrinum segir Vigdís að Íslendingar eigi að fara sömu leið og Finnar þegar kemur að fjárfestingu í rannsóknum. Finnar hafi aukið framlög sín á þessum sviðum í kreppunni þar upp úr 1990 með góðum árangri. Vigdís var kjörin formaður Heimssýnar í vikunni sem berst gegn aðild Íslands að Evrópusambandinu. „Ég veit ekki hvar andskotinn hefur lögheimili en líklega ekki í Brussel, gæti ég trúað,“ segir Vigdís. En hún vill að þingályktunartillaga verði lögð frá á haustþingi um að aðildarviðræðum við Evrópusambandið verði slitið. Enda sé ekki um neitt að semja. Við ræðum þetta, vantrú hennar á hagkvæmni rafstrengs til Evrópu, gífurlega styrki til landbúnaðar og fleira við Vigdísi í sjónvarpsþættinum Pólitíkinni sem nálgast má í heild sinni á Vísi.
Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira