Úrvalslið kylfinga af landsbyggðinni vann öruggan sigur á úrvalsliði höfuðborgarsvæðisins í KPMG-bikarnum í golfi í dag.
Landsbyggðin leiddi 11-1 að loknum gærdeginum og í raun formsatriði að ljúka leik í dag. Lokatölur urðu 18,5 vinningar gegn 5,5 vinningum.
KPMG styrkti hvert upphafhögg sem endaði á 16. flöt um 20 þúsund krónur og söfnuðust alls 540 þúsund krónur. Rann upphæðin til Ljóssins.

