Gönuhlaup á stóra sviðinu Jón Viðar Jónsson skrifar 17. september 2013 14:53 Aðeins Eggert Þorleifsson slampaðist nokkurn veginn í gegnum þetta óskaddaður, segir gagnrýnandi Fréttablaðsins. Leiklist: Maður að mínu skapi, Þjóðleikhúsið Höfundur: Bragi Ólafsson. Leikstjórn: Stefán Jónsson. Höfundur: Bragi Ólafsson. Leikmynd: Finnur Arnar Arnarson. Búningar: Agnieszka Baranowska. Hljóðmynd: Halldór Snær Bjarnason. Lýsing: Ólafur Ágúst Stefánsson. Leikarar: Eggert Þorleifsson, Kristbjörg Kjeld, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Pálmi Gestsson, Þorleifur Einarsson, Þorsteinn Bachmann. Dramatúrg: Stefán Hallur Stefánsson Aðalpersónan í hinu nýja leikriti Braga Ólafssonar, sem var frumsýnt á laugardaginn var, er miðaldra háskólakennari. Innvígður og innmúraður í gerspillt valdakerfi Íslendinga. Hann er augljóslega "gay", en greinilega of fínn með sig til að hafa komið sér almennilega út úr skápnum. Líklega býr hann í glerskáp. Maðurinn er að ganga frá bók með fleygum orðum. Hann hefur ungan og sætan lögfræðinema sér til aðstoðar og er alltaf öðru hvoru eitthvað að káfa á honum. Stöku sinnum fer hann í ferðir til Englands þar sem hann hittir frægt fólk í fínum klúbbi og slær um sig með frásögnum af þeim fundum. Við sögu í leiknum kemur einnig kona sem gerir hreint á heimili kennarans. Hún vinnur jafnframt sem næturvörður og leikari í Þjóðleikhúsinu. Hún á bróður sem er mislukkaður lögfræðingur og er bitur og reiður út í allt og alla. Þarna er líka afdankaður og drykkfelldur stjórnmálamaður sem hefur hrökklast úr ráðherrastóli, en er nú að reyna að komast aftur í pólitíkina með aðstoð háskólakennarans. Þá er ótalin roskin frænka kennarans, borgaraleg og pen kona sem lætur sér annt um frænda sinn. Hún hefur tapað peningum á einhverjum viðskiptum sem pólitíkusinn, og gott ef ekki frændinn líka, hafa platað hana út í. Þetta er í sem stystu máli persónugalleríið í leikriti Braga Ólafssonar. Og á víst að vera táknrænt fyrir andstæðurnar í þjóðfélaginu. Sumir tapa, aðrir græða; sumir eru ofan á, aðrir undir. Öllu dýpra en það ristir samfélagsgreining höfundar varla. Í lokin liggur alþýðan í blóði sínu á sviðinu og yfirstéttin með allt niður um sig. Um fyrirmyndina að aðalpersónunni þarf enginn að velkjast í vafa. Jaðrar þetta nú ekki bara við einelti - mér er spurn?! Alveg burtséð frá því hvaða skoðun menn hafa á þeim sem hér á í hlut, persónu hans og framgöngu. Er svona nokkuð boðlegt á aðalleiksviði þjóðarinnar? Ég geri ráð fyrir að mörgum í hinni framúrstefnudýrkandi leiklistaræsku landsins þyki þetta gamaldags verk, samið út frá alkunnum forskriftum "the well made play" frá nítjándu öld. En hvað er að forskriftum, ef þeim er beitt af kunnáttu og færni, fyndni og hugkvæmni og mannþekkingu, svona eins og sum helstu leikskáld Frakka og Breta gátu gert þegar best lét? En hér er ekkert "well made play" á ferð, öðru nær. Persónurnar eru klisjur, holar að innan, og margt í framgöngu og samskiptum þeirra harla ótrúverðugt; ég nefni aðeins sem dæmi það uppátæki frænkunnar fínu að láta bróður þvottakonunnar hjálpa sér við að ná aftur peningunum. Lokasenan, sem eftir formúlunni á að vera uppgjör og afhjúpun, fer út og suður. Hallærislegt hommagrínið var ofnotað af gríðarlegri elju, ekki síður af leikstjóra en skáldi; aulafyndnin ótæpileg, en ég sleppi tilvitnunum, ekki af tillitsemi við skáldið, heldur lesendur blaðsins. Leikendur náðu að vonum lítt að fóta sig undir reikulli og oft yfirkeyrðri leikstjórn Stefáns Jónssonar. Meira að segja Ólafía Hrönn vissi bersýnilega ekkert hvort hún átti að leika kómedíu eða drama - sem var vitaskuld ekki hennar sök. Aðeins Eggert Þorleifsson slampaðist nokkurn veginn í gegnum þetta óskaddaður. Ungi leikarinn, nýútskrifaður úr Listaháskólanum, fékk að ofleika hressilega, og var ekki einn um það. Í fyrrnefndu lokaatriði leystist sýningin upp í fyrirgang, hlaup og hávaða. Leikmyndin, sem á að sýna borgaralegt glæsiheimili, er ópersónuleg og þung. Ekkert í henni segir nokkuð sérstakt um manninn sem þar býr og er það þó á slíku sem svona natúralismi lifir. Annars deyr hann. Reyndar skil ég ekki hvers vegna stóra sviðið er lagt undir leik sem kallar alls ekki á víðáttur þess og týnist beinlínis í þeim. Kassinn hefði dugað, og vel það. Þjóðleikhúsið sýndi fyrir þremur árum leikrit Braga, Hænuungana. Það var hugþekkt og skemmtilegt verk, vel sviðsett af Stefáni, ágætlega leikið af Eggerti og fleirum. Það eru mikil vonbrigði, að ég ekki segi áfall, að þeir sem hér eiga hlut að máli - að stjórn leikhússins ógleymdri - skuli sýna af sér þann dómgreindarbrest að láta annað eins og þetta frá sér.Niðurstaða: Leikrit sem þjóðleikhússtjóri hefði átt að senda höfund með heim og segja honum að vinna betur. Gagnrýni Mest lesið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Lífið „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið „Hann var of klár fyrir lífið“ Lífið Fleiri fréttir Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Leiklist: Maður að mínu skapi, Þjóðleikhúsið Höfundur: Bragi Ólafsson. Leikstjórn: Stefán Jónsson. Höfundur: Bragi Ólafsson. Leikmynd: Finnur Arnar Arnarson. Búningar: Agnieszka Baranowska. Hljóðmynd: Halldór Snær Bjarnason. Lýsing: Ólafur Ágúst Stefánsson. Leikarar: Eggert Þorleifsson, Kristbjörg Kjeld, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Pálmi Gestsson, Þorleifur Einarsson, Þorsteinn Bachmann. Dramatúrg: Stefán Hallur Stefánsson Aðalpersónan í hinu nýja leikriti Braga Ólafssonar, sem var frumsýnt á laugardaginn var, er miðaldra háskólakennari. Innvígður og innmúraður í gerspillt valdakerfi Íslendinga. Hann er augljóslega "gay", en greinilega of fínn með sig til að hafa komið sér almennilega út úr skápnum. Líklega býr hann í glerskáp. Maðurinn er að ganga frá bók með fleygum orðum. Hann hefur ungan og sætan lögfræðinema sér til aðstoðar og er alltaf öðru hvoru eitthvað að káfa á honum. Stöku sinnum fer hann í ferðir til Englands þar sem hann hittir frægt fólk í fínum klúbbi og slær um sig með frásögnum af þeim fundum. Við sögu í leiknum kemur einnig kona sem gerir hreint á heimili kennarans. Hún vinnur jafnframt sem næturvörður og leikari í Þjóðleikhúsinu. Hún á bróður sem er mislukkaður lögfræðingur og er bitur og reiður út í allt og alla. Þarna er líka afdankaður og drykkfelldur stjórnmálamaður sem hefur hrökklast úr ráðherrastóli, en er nú að reyna að komast aftur í pólitíkina með aðstoð háskólakennarans. Þá er ótalin roskin frænka kennarans, borgaraleg og pen kona sem lætur sér annt um frænda sinn. Hún hefur tapað peningum á einhverjum viðskiptum sem pólitíkusinn, og gott ef ekki frændinn líka, hafa platað hana út í. Þetta er í sem stystu máli persónugalleríið í leikriti Braga Ólafssonar. Og á víst að vera táknrænt fyrir andstæðurnar í þjóðfélaginu. Sumir tapa, aðrir græða; sumir eru ofan á, aðrir undir. Öllu dýpra en það ristir samfélagsgreining höfundar varla. Í lokin liggur alþýðan í blóði sínu á sviðinu og yfirstéttin með allt niður um sig. Um fyrirmyndina að aðalpersónunni þarf enginn að velkjast í vafa. Jaðrar þetta nú ekki bara við einelti - mér er spurn?! Alveg burtséð frá því hvaða skoðun menn hafa á þeim sem hér á í hlut, persónu hans og framgöngu. Er svona nokkuð boðlegt á aðalleiksviði þjóðarinnar? Ég geri ráð fyrir að mörgum í hinni framúrstefnudýrkandi leiklistaræsku landsins þyki þetta gamaldags verk, samið út frá alkunnum forskriftum "the well made play" frá nítjándu öld. En hvað er að forskriftum, ef þeim er beitt af kunnáttu og færni, fyndni og hugkvæmni og mannþekkingu, svona eins og sum helstu leikskáld Frakka og Breta gátu gert þegar best lét? En hér er ekkert "well made play" á ferð, öðru nær. Persónurnar eru klisjur, holar að innan, og margt í framgöngu og samskiptum þeirra harla ótrúverðugt; ég nefni aðeins sem dæmi það uppátæki frænkunnar fínu að láta bróður þvottakonunnar hjálpa sér við að ná aftur peningunum. Lokasenan, sem eftir formúlunni á að vera uppgjör og afhjúpun, fer út og suður. Hallærislegt hommagrínið var ofnotað af gríðarlegri elju, ekki síður af leikstjóra en skáldi; aulafyndnin ótæpileg, en ég sleppi tilvitnunum, ekki af tillitsemi við skáldið, heldur lesendur blaðsins. Leikendur náðu að vonum lítt að fóta sig undir reikulli og oft yfirkeyrðri leikstjórn Stefáns Jónssonar. Meira að segja Ólafía Hrönn vissi bersýnilega ekkert hvort hún átti að leika kómedíu eða drama - sem var vitaskuld ekki hennar sök. Aðeins Eggert Þorleifsson slampaðist nokkurn veginn í gegnum þetta óskaddaður. Ungi leikarinn, nýútskrifaður úr Listaháskólanum, fékk að ofleika hressilega, og var ekki einn um það. Í fyrrnefndu lokaatriði leystist sýningin upp í fyrirgang, hlaup og hávaða. Leikmyndin, sem á að sýna borgaralegt glæsiheimili, er ópersónuleg og þung. Ekkert í henni segir nokkuð sérstakt um manninn sem þar býr og er það þó á slíku sem svona natúralismi lifir. Annars deyr hann. Reyndar skil ég ekki hvers vegna stóra sviðið er lagt undir leik sem kallar alls ekki á víðáttur þess og týnist beinlínis í þeim. Kassinn hefði dugað, og vel það. Þjóðleikhúsið sýndi fyrir þremur árum leikrit Braga, Hænuungana. Það var hugþekkt og skemmtilegt verk, vel sviðsett af Stefáni, ágætlega leikið af Eggerti og fleirum. Það eru mikil vonbrigði, að ég ekki segi áfall, að þeir sem hér eiga hlut að máli - að stjórn leikhússins ógleymdri - skuli sýna af sér þann dómgreindarbrest að láta annað eins og þetta frá sér.Niðurstaða: Leikrit sem þjóðleikhússtjóri hefði átt að senda höfund með heim og segja honum að vinna betur.
Gagnrýni Mest lesið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Lífið „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið „Hann var of klár fyrir lífið“ Lífið Fleiri fréttir Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira