Fótbolti

Þrjú mörk á tíu mínútum hjá Manchester City

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/AFP
Manchester City er strax búið að gera betur í Meistaradeildinni en síðustu tvö ár en liðið vann sannfærandi 3-0 útisigur á tékkneska liðinu Viktoria Plzen í kvöld. City-liðinu tókst ekki að vinna í fyrstu tveimur leikjum sínum í Meistaradeildinni undanfarin tvö ár og sat í bæði skiptin eftir í riðlakeppninni.

Manchester City gerði út um leikinn með þremur mínútum á tíu mínútna kafla í upphafi seinni hálfleiksins.

Manchester City var með góð tök á leiknum í fyrri hálfleiknum en staðan var engu að síður markalaus í hálfleik. Edin Džeko og Yaya Touré fengu báðir fín skallafæri í fyrri hálfleiknum en bættu fyrir með því að skora báðir á fyrstu átta mínútunum í seinni hálfleik.

Edin Džeko skoraði það fyrra eftir frábæran undirbúning Sergio Aguero og fimm mínútum síðar bætti Yaya Touré við marki með frábæru skoti af 25 metra færi. Sergio Aguero skoraði síðan sjálfur þriðja markið á 58. mínútu eftir sendingu frá Samir Nasri. Þannig urðu síðan lokatölur leiksins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×