Fótbolti

Moyes: Með ógnvekjandi framlínu ef þeir eru báðir að skora

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Wayne Rooney og Robin van Persie.
Wayne Rooney og Robin van Persie. Mynd/NordicPhotos/Getty
David Moyes, knattspyrnustjóri Manchester United, vann í kvöld sinn fyrsta leik í Meistaradeildinni þegar lið hans byrjaði riðlakeppni Meistaradeildarinnar á 4-2 heimasigri á Bayer Leverkusen.

„Ég sagði það fyrir nokkrum mánuðum að Wayne Rooney gæti komist í hóp allra bestu markaskorarar Manchester United. Hann átti að skora þrennu í kvöld," sagði David Moyes um Wayne Rooney.

Rooney skoraði tvö og lagði upp eitt en seinna markið hans var mark númer tvö hundruð fyrir Manchester United.

„Hann átti skilið lófatakið sem hann fékk í leikslok því hann var stórkostlegur. Ég veit hversu góður hann hefur verið á æfingum. Hann er grannur og í góðu formi og það sést á hans frammistöðu," sagði David Moyes við BBC.

„Robin van Persie skoraði líka flott mark. Við erum komnir með ógnvekjandi framlínu ef þeir eru báðir að skora," sagði Moyes.

„Leikmennirnir mínir vissu hvað þeir þurftu að gera í kvöld og þeir kláruðu þetta verkefni vel," sagði Moyes.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×