Svissneska liðið Basel kom mörgum á óvart með því að vinna 2-1 sigur á Chelsea á Stamford Bridge í kvöld og riðlakeppni Meistaradeildarinnar byrjar því ekki vel fyrir lærisveina Jose Mourinho.
Basel lenti undir í leiknum en tryggði sér öll stigin með tveimur mörkum með ellefu mínútna millibili í seinni hálfleik.
Chelsea var með völdin í fyrri hálfleiknum og mikið meira með boltann. Markið lét þó bíða eftir sér en þolinmæði Chelsea-manna bar loksins árangur.
Oscar kom þá Chelsea í 1-0 á lokamínútu fyrri hálfleiks eftir laglega sókn og snilldarsendingu frá Frank Lampard. Það leit því út fyrir að Chelsea myndi klára leikinn í seinni hálfleiknum en annað kom á daginn.
Basel-menn náðu nefnilega að jafna metin þegar Mohamed Salah skoraði á 71. mínútu eftir sendingu Marco Streller.
Marco Streller skoraði síðan sjálfur skallamark ellefu mínútum síðar og kom Basel í 2-1. Það varð sigurmarkið í leiknum og Chelsea-menn sátu eftir með sárt ennið.
Basel fór með öll stigin af Brúnni
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið



„Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“
Körfubolti

Amorim vildi ekki ræða framtíðina
Fótbolti

Ægir valinn verðmætastur
Körfubolti

Tottenham vann Evrópudeildina
Fótbolti

Shaq segist hundrað prósent
Körfubolti

„Okkur er alveg sama núna“
Fótbolti

