"Alveg lætur eins og flón, listamannalauna-Sjón“ Jakob Bjarnar skrifar 4. september 2013 14:34 Grímur Gíslason segir listamenn víða að finna, þó ekki njóti þeir ríkisstyrkja. Hann svarar Sjón í bundnu máli. Í frétt Vísis í gær kom meðal annars fram sú skoðun og krafa Gríms Gíslasonar, miðstjórnarmanns í Sjálfstæðisflokknum, að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, skeri verulega niður í fjárframlögum til listamanna. Fjárlagafrumvarp mun liggja fyrir 1. októmber. Viðbrögðin létu ekki á sér standa; ummælin kölluðu fram gríðarlega reiði, ekki síst meðal listamanna en fremstur í flokki fór skáldið Sjón sem vandaði Eyjamönnum ekki kveðjurnar, en þangað á Grímur ættir að rekja. „Besta fólkinu var rænt af Tyrkjum og afkomendur þeirra skárstu sem eftir urðu fluttu svo upp á land í gosinu. Restin situr eftir og hefst þar við útgerðarmannadekur og brekkusöng,“ skrifaði Sjón meðal annars. Grímur segir, nú rúmum sólarhring eftir að ballið byrjaði, að það mætti halda að hann hafi lagt til að það væri algerlega skrúfað fyrir og menningunni hent fyrir björg. Sú var ekki meining hans. Og merkilegt að menn skuli beintengja list og ríkisstyrki, að ríkisstyrkir séu frumforsenda listarinnar. „En, þetta virðist vera algerlega ósnertanlegt fólk. Eins og gengur. Til dæmis ef einhverjum verður það á að tala um femínisma eða samkynhneigð með þeim hætti að ekki þyki passa -- þá eru menn skotnir á færi." Grímur segir viðbrögðin í sjálfu sér ekki hafa komið sér á óvart. „En, það er kannski ekkert skrítið að pólitíkusar þora lítið að krukka í þennan geira. Þetta er hávær þrýstihópur og þekkt andlit sem láta að sér kveða." Og, talandi um að kveða. Grímur hefur ákveðið að svara í bundnu máli og hann sendi Vísi kveðskapinn. „Já, sem ég klambraði þessu saman sjálfur. Án þess að fá nokkra styrki. Þeir leynast víða, listamennirnir." Og hér koma vísur Gríms:Ekki Sjón að sjáAlveg lætur eins og flón,eys úr skálum bræði.Listamannalauna Sjónlíklega fékk æði.Eyjamenn hann yfir jósatyrðum og blóti.Lítið sér hann listaljósí ljótu Eyjadóti.Brekkusöng þar bast og tvistbæjarbúar kyrja.Eru Eyjalög ei list?Ágætt er að spyrja.Aumingjar og asnar núí Eyjum eru í hrönnum.Björg úr sæ þeir draga í búog borga listamönnum.Alvitlaust það Eyjastóðsem aflar tekna þjóðar, pent.Leggur til í listasjóðlíklega ein tí-prósent.Örfáir samt íbúareru á þessum standi.Asnast þar til útgerðarog afla draga að landiEf engan yrði afla að fáog enginn yrði gróði.Lítið myndi leka þáí listamannasjóði.Aumt ástandið yrði þá.Enginn myndi rokka.Og ekki yrði Sjón að sjáinni á Kaffi MokkaEkki mikið yrði tjónog engin almenn raunin.Skert þótt yrðu við hann Sjónskrambans listalaunin. Tengdar fréttir Óttaslegnir listamenn Kolbrún Halldórsdóttir, forseti BÍL- Bandalags íslenskra listamanna, hefur verulegar áhyggjur af því að listir og menning beri skarðan hlut frá borði þegar fyrsta fjárlagafrumvarp nýrrar ríkisstjórnar lítur dagsins ljós. 3. september 2013 08:29 Vill niðurskurð útgjalda til lista og menningar Grímur Gíslason, miðstjórnarmaður í Sjálfstæðisflokknum, segist gera þá kröfu á hendur sínum mönnum í ríkissjórn að þeir skeri niður fjárframlög til menningarmála. Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, segir að það muni liggja fyrir 1. október hver hnífurinn fer á loft. 3. september 2013 12:32 Stöndum vörð um skapandi atvinnugreinar Ekki líður á löngu þar til fyrsta fjárlagafrumvarp nýrrar ríkisstjórnar lítur dagsins ljós. Þess er nú beðið með eftirvæntingu í opinberum stofnunum og meðal þeirra sem reiða sig á opinber framlög 3. september 2013 06:00 Sjón hraunar yfir Vestmannaeyinga Telur besta fólkinu hafa verið rænt af Tyrkjum og restina sitja eftir við útgerðarmannadekur og brekkusöng. 3. september 2013 16:15 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Sjá meira
Í frétt Vísis í gær kom meðal annars fram sú skoðun og krafa Gríms Gíslasonar, miðstjórnarmanns í Sjálfstæðisflokknum, að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, skeri verulega niður í fjárframlögum til listamanna. Fjárlagafrumvarp mun liggja fyrir 1. októmber. Viðbrögðin létu ekki á sér standa; ummælin kölluðu fram gríðarlega reiði, ekki síst meðal listamanna en fremstur í flokki fór skáldið Sjón sem vandaði Eyjamönnum ekki kveðjurnar, en þangað á Grímur ættir að rekja. „Besta fólkinu var rænt af Tyrkjum og afkomendur þeirra skárstu sem eftir urðu fluttu svo upp á land í gosinu. Restin situr eftir og hefst þar við útgerðarmannadekur og brekkusöng,“ skrifaði Sjón meðal annars. Grímur segir, nú rúmum sólarhring eftir að ballið byrjaði, að það mætti halda að hann hafi lagt til að það væri algerlega skrúfað fyrir og menningunni hent fyrir björg. Sú var ekki meining hans. Og merkilegt að menn skuli beintengja list og ríkisstyrki, að ríkisstyrkir séu frumforsenda listarinnar. „En, þetta virðist vera algerlega ósnertanlegt fólk. Eins og gengur. Til dæmis ef einhverjum verður það á að tala um femínisma eða samkynhneigð með þeim hætti að ekki þyki passa -- þá eru menn skotnir á færi." Grímur segir viðbrögðin í sjálfu sér ekki hafa komið sér á óvart. „En, það er kannski ekkert skrítið að pólitíkusar þora lítið að krukka í þennan geira. Þetta er hávær þrýstihópur og þekkt andlit sem láta að sér kveða." Og, talandi um að kveða. Grímur hefur ákveðið að svara í bundnu máli og hann sendi Vísi kveðskapinn. „Já, sem ég klambraði þessu saman sjálfur. Án þess að fá nokkra styrki. Þeir leynast víða, listamennirnir." Og hér koma vísur Gríms:Ekki Sjón að sjáAlveg lætur eins og flón,eys úr skálum bræði.Listamannalauna Sjónlíklega fékk æði.Eyjamenn hann yfir jósatyrðum og blóti.Lítið sér hann listaljósí ljótu Eyjadóti.Brekkusöng þar bast og tvistbæjarbúar kyrja.Eru Eyjalög ei list?Ágætt er að spyrja.Aumingjar og asnar núí Eyjum eru í hrönnum.Björg úr sæ þeir draga í búog borga listamönnum.Alvitlaust það Eyjastóðsem aflar tekna þjóðar, pent.Leggur til í listasjóðlíklega ein tí-prósent.Örfáir samt íbúareru á þessum standi.Asnast þar til útgerðarog afla draga að landiEf engan yrði afla að fáog enginn yrði gróði.Lítið myndi leka þáí listamannasjóði.Aumt ástandið yrði þá.Enginn myndi rokka.Og ekki yrði Sjón að sjáinni á Kaffi MokkaEkki mikið yrði tjónog engin almenn raunin.Skert þótt yrðu við hann Sjónskrambans listalaunin.
Tengdar fréttir Óttaslegnir listamenn Kolbrún Halldórsdóttir, forseti BÍL- Bandalags íslenskra listamanna, hefur verulegar áhyggjur af því að listir og menning beri skarðan hlut frá borði þegar fyrsta fjárlagafrumvarp nýrrar ríkisstjórnar lítur dagsins ljós. 3. september 2013 08:29 Vill niðurskurð útgjalda til lista og menningar Grímur Gíslason, miðstjórnarmaður í Sjálfstæðisflokknum, segist gera þá kröfu á hendur sínum mönnum í ríkissjórn að þeir skeri niður fjárframlög til menningarmála. Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, segir að það muni liggja fyrir 1. október hver hnífurinn fer á loft. 3. september 2013 12:32 Stöndum vörð um skapandi atvinnugreinar Ekki líður á löngu þar til fyrsta fjárlagafrumvarp nýrrar ríkisstjórnar lítur dagsins ljós. Þess er nú beðið með eftirvæntingu í opinberum stofnunum og meðal þeirra sem reiða sig á opinber framlög 3. september 2013 06:00 Sjón hraunar yfir Vestmannaeyinga Telur besta fólkinu hafa verið rænt af Tyrkjum og restina sitja eftir við útgerðarmannadekur og brekkusöng. 3. september 2013 16:15 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Sjá meira
Óttaslegnir listamenn Kolbrún Halldórsdóttir, forseti BÍL- Bandalags íslenskra listamanna, hefur verulegar áhyggjur af því að listir og menning beri skarðan hlut frá borði þegar fyrsta fjárlagafrumvarp nýrrar ríkisstjórnar lítur dagsins ljós. 3. september 2013 08:29
Vill niðurskurð útgjalda til lista og menningar Grímur Gíslason, miðstjórnarmaður í Sjálfstæðisflokknum, segist gera þá kröfu á hendur sínum mönnum í ríkissjórn að þeir skeri niður fjárframlög til menningarmála. Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, segir að það muni liggja fyrir 1. október hver hnífurinn fer á loft. 3. september 2013 12:32
Stöndum vörð um skapandi atvinnugreinar Ekki líður á löngu þar til fyrsta fjárlagafrumvarp nýrrar ríkisstjórnar lítur dagsins ljós. Þess er nú beðið með eftirvæntingu í opinberum stofnunum og meðal þeirra sem reiða sig á opinber framlög 3. september 2013 06:00
Sjón hraunar yfir Vestmannaeyinga Telur besta fólkinu hafa verið rænt af Tyrkjum og restina sitja eftir við útgerðarmannadekur og brekkusöng. 3. september 2013 16:15