Obama gerði grín að skóm Sigmundar Kristján Hjálmarsson skrifar 6. september 2013 10:21 Sigmundur Davíð með hinum leiðtogunum. „Maður er búinn að fylgjast vel með Obama í allmörg ár svo það var mjög skemmtilegt að fá tækifæri til að sitja með honum í þrjá tíma og ræða málin,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra í viðtali við Reykjavík síðdegis í gær. Í viðtalinu fór forsætisráðherra yfir fundinn sem hann átti með leiðtogum hinna Norðurlandanna og Barack Obama Bandaríkjaforseta. Þar var meðal annars rætt um Norðurslóðamál og ástandið í Sýrlandi. „Hann er mjög viðkunnanlegur eins og hann kemur fyrir í fjölmiðlum. Hann setur mál sitt fram á mjög skipulegan hátt sem gerir það að verkum að það er mjög skemmtilegt að ræða við hann. Hann setur hlutina fram markvisst, skipulega og rökstyður það sem hann ætlar að segja. Það var mjög gaman að ræða við hann.“ Sigmundur Davíð var spurður út í það hvernig væri að vera kominn í þennan hóp og hafa átt fund með Bandaríkjaforseta. „Það er auðvitað svolítið sérstakt og gagnlegt. Þetta var nokkuð afslappað held ég að megi segi þó menn hafi inn á milli verið að ræða alvarleg málefni. Allt er þetta viðkunnanlegt fólk og er að reyna að gera sitt besta fyrir sín lönd og umheiminn. Það er mjög gott og skemmtilegt að fá tækifræi til að velta því fyrir sér hvað er hægt að gera til að bæta lífið í okkar löndum og eins annarsstaðarm,“ sagði Sigmundur Davíð. Þáttastjórnendur gátu ekki látið það vera að spyrja forsætisráðherra út í skóna sem hann var í á fundinum en eins og fram hefur komið var hann í spariskóm á öðrum fæti en gömlum íþróttaskóm á hinum. „Í fyrsta lagi vil ég láta þess getið að þetta er ágætis leið til að brjóta ísinn á svona fundum. Það spunnust nokkrar umræður um þetta og fólki var nokkuð skemmt. Obama grínaðist með þetta og hinir líka,“ sagði Sigmundur Davíð sem útskýrði hvernig þetta væri til komið. „Þetta er tilkomið vegna þess að ég fékk einhverja furðulega sýkingu í fótinn sem hefur verið að ágerast og kvöldið fyrir fundinn var ég kominn með hita og fóturinn hélt áfram að blása út. Það var því ekki um annað að ræða en að fara á spítala daginn eftir. Öryggisverðrnir brunuðu með mig á sjúkrahúsið þar sem ég var skoðaður og rannsakaður í bak og fyrir. Svo var fóturinn vafinn og ómögulegt að koma honum í spariskóinn. Það var ekki um annað að ræða en að draga upp gamla strigaskóinn.“ Þáttastjórnandi Reykjavík síðdegis spurði hvort ekki hefði verið heppilegra að fara í hinn strigaskóinn líka. „Þá hefði þetta litið út eins og maður væri kærulaus að mæta í strigaskónum að mæta á svona fínan fund. Þá fyrst hefði maður fengið skammir,“ sagði Sigmundur Davíð. „Þetta var byrjað áður en ég fór út. Ég átti frekar von á að þetta myndi lagast en það gerðist ekki í tæka tíð. Það þurfti að redda þessu svona. Ég fékk meira að segja hækjur á sjúkrahúsinu en ég sleppti þeim nú.“ Norrænir fjölmiðlar hafa sýnt stóra skómálinu nokkurn áhuga og fjallaði sænska Aftonbladet meðal annars um málið. Viðtalið við Sigmund Davíð má heyra í spilaranum hér að ofan. Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira
„Maður er búinn að fylgjast vel með Obama í allmörg ár svo það var mjög skemmtilegt að fá tækifæri til að sitja með honum í þrjá tíma og ræða málin,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra í viðtali við Reykjavík síðdegis í gær. Í viðtalinu fór forsætisráðherra yfir fundinn sem hann átti með leiðtogum hinna Norðurlandanna og Barack Obama Bandaríkjaforseta. Þar var meðal annars rætt um Norðurslóðamál og ástandið í Sýrlandi. „Hann er mjög viðkunnanlegur eins og hann kemur fyrir í fjölmiðlum. Hann setur mál sitt fram á mjög skipulegan hátt sem gerir það að verkum að það er mjög skemmtilegt að ræða við hann. Hann setur hlutina fram markvisst, skipulega og rökstyður það sem hann ætlar að segja. Það var mjög gaman að ræða við hann.“ Sigmundur Davíð var spurður út í það hvernig væri að vera kominn í þennan hóp og hafa átt fund með Bandaríkjaforseta. „Það er auðvitað svolítið sérstakt og gagnlegt. Þetta var nokkuð afslappað held ég að megi segi þó menn hafi inn á milli verið að ræða alvarleg málefni. Allt er þetta viðkunnanlegt fólk og er að reyna að gera sitt besta fyrir sín lönd og umheiminn. Það er mjög gott og skemmtilegt að fá tækifræi til að velta því fyrir sér hvað er hægt að gera til að bæta lífið í okkar löndum og eins annarsstaðarm,“ sagði Sigmundur Davíð. Þáttastjórnendur gátu ekki látið það vera að spyrja forsætisráðherra út í skóna sem hann var í á fundinum en eins og fram hefur komið var hann í spariskóm á öðrum fæti en gömlum íþróttaskóm á hinum. „Í fyrsta lagi vil ég láta þess getið að þetta er ágætis leið til að brjóta ísinn á svona fundum. Það spunnust nokkrar umræður um þetta og fólki var nokkuð skemmt. Obama grínaðist með þetta og hinir líka,“ sagði Sigmundur Davíð sem útskýrði hvernig þetta væri til komið. „Þetta er tilkomið vegna þess að ég fékk einhverja furðulega sýkingu í fótinn sem hefur verið að ágerast og kvöldið fyrir fundinn var ég kominn með hita og fóturinn hélt áfram að blása út. Það var því ekki um annað að ræða en að fara á spítala daginn eftir. Öryggisverðrnir brunuðu með mig á sjúkrahúsið þar sem ég var skoðaður og rannsakaður í bak og fyrir. Svo var fóturinn vafinn og ómögulegt að koma honum í spariskóinn. Það var ekki um annað að ræða en að draga upp gamla strigaskóinn.“ Þáttastjórnandi Reykjavík síðdegis spurði hvort ekki hefði verið heppilegra að fara í hinn strigaskóinn líka. „Þá hefði þetta litið út eins og maður væri kærulaus að mæta í strigaskónum að mæta á svona fínan fund. Þá fyrst hefði maður fengið skammir,“ sagði Sigmundur Davíð. „Þetta var byrjað áður en ég fór út. Ég átti frekar von á að þetta myndi lagast en það gerðist ekki í tæka tíð. Það þurfti að redda þessu svona. Ég fékk meira að segja hækjur á sjúkrahúsinu en ég sleppti þeim nú.“ Norrænir fjölmiðlar hafa sýnt stóra skómálinu nokkurn áhuga og fjallaði sænska Aftonbladet meðal annars um málið. Viðtalið við Sigmund Davíð má heyra í spilaranum hér að ofan.
Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira