Flugvöllurinn: Ríkið getur tekið sér skipulagsvald Hrund Þórsdóttir skrifar 6. september 2013 18:42 Eins og fram kom í Fréttablaðinu í dag hyggst Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins og formaður umhverfis- og samgöngunefndar, leggja fram frumvarp um að skipulagsvald yfir Reykjavíkurflugvelli færist frá borginni til ríkisins. Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, segir hugmyndina einungis pólitískt útspil, Höskuldur sé að stökkva á vinsældavagn. Hugmyndir sem þessar komi ítrekað upp í umdeildum skipulagsmálum. „En hvernig verður þetta eiginlega; ef skipulag í kringum Hörpu verður umdeilt, á það þá að færast til ríkisins eða í Laugardal þar sem þjóðarleikvangarnir eru?“ segir Dagur. Óformlegar viðræður borgarráðs og innanríkisráðuneytisins um að fresta hugsanlega ákvarðanatöku um flugvöllinn standa enn yfir. „En það er ekkert hægt að greina frá því á þessari stundu hvað þær fela í sér,“ segir Dagur. Keflavíkurflugvöllur hefur verið nefndur sem fordæmi fyrir færslu skipulagsvalds til ríkisins rétt eins og þjóðgarðurinn á Þingvöllum. Þá lagði Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir fram frumvarp í vor um að Alþingisreiturinn færi undir þingið en það var lagt seint fram og vék fyrir málum sem þegar höfðu verið afgreidd í nefndum. Til greina kemur að stuðningsmenn frumvarpsins sem sitja á þingi taki það upp á þessu kjörtímabili. Trausti Fannar Valsson, lektor við lagadeild Háskóla Íslands, segir aðspurður að ríkið geti einhliða tekið sér skipulagsvald. „Ef ríkið ákveður að taka hluta skipulagsvalds sem sveitarfélögum hefur verið fengið með lögum til sín, þá er það hægt svo lengi sem það kemur fram í skýrum lagatexta,“ segir Trausti. Stundum sé því fleygt að skipulagsvald sé hjá sveitarfélögum og við því verði ekki hróflað, en það sé rangt. „Löggjafarvaldið ræður hvar þessu er fyrir komið en svo er auðvitað mikilvægt að lög séu skynsamleg á hverjum tíma og þar reynir á pólitíska ábyrgð.“ Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Sjá meira
Eins og fram kom í Fréttablaðinu í dag hyggst Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins og formaður umhverfis- og samgöngunefndar, leggja fram frumvarp um að skipulagsvald yfir Reykjavíkurflugvelli færist frá borginni til ríkisins. Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, segir hugmyndina einungis pólitískt útspil, Höskuldur sé að stökkva á vinsældavagn. Hugmyndir sem þessar komi ítrekað upp í umdeildum skipulagsmálum. „En hvernig verður þetta eiginlega; ef skipulag í kringum Hörpu verður umdeilt, á það þá að færast til ríkisins eða í Laugardal þar sem þjóðarleikvangarnir eru?“ segir Dagur. Óformlegar viðræður borgarráðs og innanríkisráðuneytisins um að fresta hugsanlega ákvarðanatöku um flugvöllinn standa enn yfir. „En það er ekkert hægt að greina frá því á þessari stundu hvað þær fela í sér,“ segir Dagur. Keflavíkurflugvöllur hefur verið nefndur sem fordæmi fyrir færslu skipulagsvalds til ríkisins rétt eins og þjóðgarðurinn á Þingvöllum. Þá lagði Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir fram frumvarp í vor um að Alþingisreiturinn færi undir þingið en það var lagt seint fram og vék fyrir málum sem þegar höfðu verið afgreidd í nefndum. Til greina kemur að stuðningsmenn frumvarpsins sem sitja á þingi taki það upp á þessu kjörtímabili. Trausti Fannar Valsson, lektor við lagadeild Háskóla Íslands, segir aðspurður að ríkið geti einhliða tekið sér skipulagsvald. „Ef ríkið ákveður að taka hluta skipulagsvalds sem sveitarfélögum hefur verið fengið með lögum til sín, þá er það hægt svo lengi sem það kemur fram í skýrum lagatexta,“ segir Trausti. Stundum sé því fleygt að skipulagsvald sé hjá sveitarfélögum og við því verði ekki hróflað, en það sé rangt. „Löggjafarvaldið ræður hvar þessu er fyrir komið en svo er auðvitað mikilvægt að lög séu skynsamleg á hverjum tíma og þar reynir á pólitíska ábyrgð.“
Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Sjá meira