Vettel vann ítalska kappaksturinn og er að stinga af Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. september 2013 13:40 Sebastian Vettel fagnar á pallinum. Mynd/AFP Þýski heimsmeistarinn Sebastian Vettel vann öruggan sigur í Monza-kappaksturinn í formúlu eitt í dag og jók forskot sitt í keppni ökumanna upp í 53 stig. Vettel vann þarna annan kappaksturinn í röð og þann sjötta á tímabilinu. Sebastian Vettel var á ráspólnum og það átti enginn möguleika í þrefaldan heimsmeistara í ham. Red Bull–Renault liðið bætti líka við forskot sitt í keppni liða með því að eiga tvo menn á palli. Fernando Alonso á Ferrari varð í örðu sæti en liðsfélagi Sebastian Vettel hjá Red Bull–Renault, Mark Webber, varð síðan í þriðji. Alonso átti ágætan dag og hækkaði sig um þrjú sæti frá því í ræsingunni. Sebastian Vettel vann þarna sinn 32. kappakstur á ferlinum en jafnaði þar með Fernando Alonso en Þjóðverjinn þurfti miklu færri keppnir til að ná þessu heldur en Spánverjinn. Nico Hülkenberg á Sauber vakti mikla athygli með því að ræsa þriðji á Monza í dag en hann endaði síðan í fimmta sætinu á eftir Felipe Massa á Ferrari. Sebastian Vettel er nú kominn með 222 stig í keppni ökumanna eða 53 stigum meira en Fernando Alonso sem er með 169 stig. Það eru bara sjö mót og 175 stig eftir í pottinum.Topp tíu í ítalska kappakstrinum 2013: 1. Sebastian Vettel, Red Bull-Renault 2. Fernando Alonso, Ferrari 3. Mark Webber, Red Bull-Renault 4. Felipe Massa, Ferrari 5. Nico Hülkenberg, Sauber-Ferrari 6. Nico Rosberg, Mercedes 7. Daniel Ricciardo, Toro Rosso-Ferrari 8. Romain Grosjean, Lotus-Renault 9. Lewis Hamilton, Mercedes 10. Jenson Button, McLaren-MercedesStaðan í keppni ökumanna: 1. Sebastian Vettel 222 stig 2, Fernando Alonso 169 3. Lewis Hamilton 141 4. Kimi Räikkönen 134 5. Mark Webber 130 6. Nico Rosberg 104 7. Felipe Massa 79 8. Romain Grosjean 57 9. Jenson Button 48 10. Paul di Resta 36 Formúla Mest lesið Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Fótbolti „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Körfubolti Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Íslenski boltinn Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Handbolti HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Fótbolti Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Handbolti Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM Körfubolti Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Fótbolti Konurnar þurfa að fara í kynjapróf fyrir HM í frjálsum en prófið er bannað Sport Fleiri fréttir Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Þýski heimsmeistarinn Sebastian Vettel vann öruggan sigur í Monza-kappaksturinn í formúlu eitt í dag og jók forskot sitt í keppni ökumanna upp í 53 stig. Vettel vann þarna annan kappaksturinn í röð og þann sjötta á tímabilinu. Sebastian Vettel var á ráspólnum og það átti enginn möguleika í þrefaldan heimsmeistara í ham. Red Bull–Renault liðið bætti líka við forskot sitt í keppni liða með því að eiga tvo menn á palli. Fernando Alonso á Ferrari varð í örðu sæti en liðsfélagi Sebastian Vettel hjá Red Bull–Renault, Mark Webber, varð síðan í þriðji. Alonso átti ágætan dag og hækkaði sig um þrjú sæti frá því í ræsingunni. Sebastian Vettel vann þarna sinn 32. kappakstur á ferlinum en jafnaði þar með Fernando Alonso en Þjóðverjinn þurfti miklu færri keppnir til að ná þessu heldur en Spánverjinn. Nico Hülkenberg á Sauber vakti mikla athygli með því að ræsa þriðji á Monza í dag en hann endaði síðan í fimmta sætinu á eftir Felipe Massa á Ferrari. Sebastian Vettel er nú kominn með 222 stig í keppni ökumanna eða 53 stigum meira en Fernando Alonso sem er með 169 stig. Það eru bara sjö mót og 175 stig eftir í pottinum.Topp tíu í ítalska kappakstrinum 2013: 1. Sebastian Vettel, Red Bull-Renault 2. Fernando Alonso, Ferrari 3. Mark Webber, Red Bull-Renault 4. Felipe Massa, Ferrari 5. Nico Hülkenberg, Sauber-Ferrari 6. Nico Rosberg, Mercedes 7. Daniel Ricciardo, Toro Rosso-Ferrari 8. Romain Grosjean, Lotus-Renault 9. Lewis Hamilton, Mercedes 10. Jenson Button, McLaren-MercedesStaðan í keppni ökumanna: 1. Sebastian Vettel 222 stig 2, Fernando Alonso 169 3. Lewis Hamilton 141 4. Kimi Räikkönen 134 5. Mark Webber 130 6. Nico Rosberg 104 7. Felipe Massa 79 8. Romain Grosjean 57 9. Jenson Button 48 10. Paul di Resta 36
Formúla Mest lesið Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Fótbolti „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Körfubolti Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Íslenski boltinn Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Handbolti HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Fótbolti Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Handbolti Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM Körfubolti Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Fótbolti Konurnar þurfa að fara í kynjapróf fyrir HM í frjálsum en prófið er bannað Sport Fleiri fréttir Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira