Tilnefnd til ljósvakaverðlauna Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 9. september 2013 12:37 Hrafnhildur Hagalín og Elísabet Indra Ragnarsdóttir Mynd/úr safni Tvö útvarpsverk Rásar 1 eru tilnefnd til evrópsku ljósvakaverðlaunanna Prix Europa 2013. Uppfærsla Útvarpsleikhússins á leikriti Hrafnhildar Hagalín, Opið hús, í leikstjórn Kristínar Eysteinsdóttur er tilnefnt sem besta dramatíska útvarpsverk Evrópu í flokki stakra leikrita. Opið hús hlaut í sumar íslensku sviðslistaverðlaunin, Grímuna og Norrænu útvarpsleikhúsverðlaunin sem besta dramatíska útvarpsverk ársins. Útvarpsþáttur Elísabetar Indru Ragnarsdóttur, Þruma, elding og lífsástin sjálf, er tilnefndur sem besti tónlistarþáttur í útvarpi í Evrópu. Þátturinn fjallar um tónlistarsmiðju Bjarkar Guðmundsdóttur, Biophiliu. Viðar Eggertsson, verkefnastjóri leiklistar í Ríkisútvarpinu, segir að það þyki nokkuð merkilegt hvað hið litla Útvarpsleikhús Ríkisútvarpsins er öflugt. „Útvarpsleikhúsið hefur fengið Norrænu útvarpsleikhússverðlaunin þrisvar sinnum síðustu sex ár. Útvarpsleikhúsdeildin hér er mun minni en gengur og gerist í öðrum löndum eins og Danmörku, Svíþjóð og Noregi,“ segir Viðar.Viðar Eggertsson, verkefnastjóri leiklistar í RíkisútvarpinuMynd/RGBViðar segir að besti árangur sem náðst hefur í keppninni sé þegar Djúpið var í þriðja sæti sem besta útvarpsverk Evrópu árið 2011 og skákaði þá virðulegum stöðvum eins og BBC. „Síðustu ár hefur Útvarpsleikhúsið verið tilnefnt nær árlega en þetta er í fyrsta skipti í mörg ár sem útvarpsþáttur er tilnefndur og það í nýjum flokki, flokki tónlistarþátta,“ segir Viðar. Verðlaunahátíðin PRIX EUROPA er haldin árlega í Berlín. Þar er stefnt saman til keppni besta efni ljósvakamiðla Evrópu. Gert er ráð fyrir að um þúsund dagskrárgerðarmenn muni sækja hátíðina í ár og margir hverjir í fjölskipuðum dómnefndum sem vega og meta hvert verk sem tilnefnt er í hinum ýmsu flokkum, segir í tilkynningu frá Ríkisútvarpinu. Menning Mest lesið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Lífið Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Lífið Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Lífið „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Tíska og hönnun Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Fleiri fréttir Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Tvö útvarpsverk Rásar 1 eru tilnefnd til evrópsku ljósvakaverðlaunanna Prix Europa 2013. Uppfærsla Útvarpsleikhússins á leikriti Hrafnhildar Hagalín, Opið hús, í leikstjórn Kristínar Eysteinsdóttur er tilnefnt sem besta dramatíska útvarpsverk Evrópu í flokki stakra leikrita. Opið hús hlaut í sumar íslensku sviðslistaverðlaunin, Grímuna og Norrænu útvarpsleikhúsverðlaunin sem besta dramatíska útvarpsverk ársins. Útvarpsþáttur Elísabetar Indru Ragnarsdóttur, Þruma, elding og lífsástin sjálf, er tilnefndur sem besti tónlistarþáttur í útvarpi í Evrópu. Þátturinn fjallar um tónlistarsmiðju Bjarkar Guðmundsdóttur, Biophiliu. Viðar Eggertsson, verkefnastjóri leiklistar í Ríkisútvarpinu, segir að það þyki nokkuð merkilegt hvað hið litla Útvarpsleikhús Ríkisútvarpsins er öflugt. „Útvarpsleikhúsið hefur fengið Norrænu útvarpsleikhússverðlaunin þrisvar sinnum síðustu sex ár. Útvarpsleikhúsdeildin hér er mun minni en gengur og gerist í öðrum löndum eins og Danmörku, Svíþjóð og Noregi,“ segir Viðar.Viðar Eggertsson, verkefnastjóri leiklistar í RíkisútvarpinuMynd/RGBViðar segir að besti árangur sem náðst hefur í keppninni sé þegar Djúpið var í þriðja sæti sem besta útvarpsverk Evrópu árið 2011 og skákaði þá virðulegum stöðvum eins og BBC. „Síðustu ár hefur Útvarpsleikhúsið verið tilnefnt nær árlega en þetta er í fyrsta skipti í mörg ár sem útvarpsþáttur er tilnefndur og það í nýjum flokki, flokki tónlistarþátta,“ segir Viðar. Verðlaunahátíðin PRIX EUROPA er haldin árlega í Berlín. Þar er stefnt saman til keppni besta efni ljósvakamiðla Evrópu. Gert er ráð fyrir að um þúsund dagskrárgerðarmenn muni sækja hátíðina í ár og margir hverjir í fjölskipuðum dómnefndum sem vega og meta hvert verk sem tilnefnt er í hinum ýmsu flokkum, segir í tilkynningu frá Ríkisútvarpinu.
Menning Mest lesið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Lífið Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Lífið Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Lífið „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Tíska og hönnun Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Fleiri fréttir Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira