AZ Alkmaar er komið í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í knattspyrnu þrátt fyrir 2-0 tap gegn Atromitos í morgun. Leikurinn var flautaður af á 59. mínútu í gærkvöldi þar sem eldur kom upp á leikvanginum.
Gríska liðið leiddi nokkuð óvænt 1-0 þegar dómari leiksins tók þá ákvörðun að fresta leiknum í gær. Gríska liðið bætti við öðru marki í morgun og vann því 2-0 sigur. AZ vann 3-1 sigur í fyrri leiknum í Aþenu, úrslitin 3-3 samanlagt en hollenska liðið fer áfram á mörkum skoruðum á útivelli.
Aron Jóhannsson og Jóhann Berg Guðmundsson voru í byrjunarliði AZ Alkmaar. Aroni var skipt af velli á 53. mínútu í gær.
AZ verður því í pottinum þegar dregið verður í riðla í Evrópudeildinni klukkan 11. Fylgst verður með drættinum hér á Vísi.
Aron og Jóhann Berg komust áfram
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið




Einkunnir Íslands: Fátt að frétta
Fótbolti



Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti
Íslenski boltinn


