Arsenal er í mjög góðum málum í baráttunni sinni fyrir sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar eftir 3-0 útisigur á Fenerbahce í Tyrklandi í kvöld í fyrri leik liðanna. Liðin mætast aftur á heimavelli Arsenal.
Sigur Arsenal var þægilegur og öruggur og það þarf eitthvað mikið að gerast svo að lærisveinar Arsene Wenger verði ekki með í riðlakeppninni.
Kieran Gibbs kom Arsenal í 1-0 eftir aðeins sex mínútna leik í síðari hálfleik. Gibbs fékk þá stoðsendingu Theo Walcott en það var Aaron Ramsey sem sprengdi upp vörn Tyrkjanna með frábærri stungusendingu.
Aaron Ramsey bætti síðan sjálfur við öðru marki á 64. mínútu þegar hann fékk óáreittur að leika upp að teignum og skjóta föstu skoti sem markvörður Tyrkjanna hélt ekki.
Olivier Giroud skoraði þriðja markið á 77. mínútu af öryggi úr vítaspyrnu sem dæmdar var þegar Theo Walcott var felldur í teignum. Það reyndist vera lokamark leiksins.
Arsenal í frábærum málum í Meistaradeildinni
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

Bastarður ráðinn til starfa
Fótbolti

Gary Martin aftur í ensku deildina
Fótbolti


Furðu erfitt að mæta systur sinni
Fótbolti

„Ég hefði getað sett þrjú“
Íslenski boltinn

Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn
Íslenski boltinn



