Sunna keppir fyrst kvenna fyrir Mjölni Kristján Hjálmarsson skrifar 25. ágúst 2013 14:51 Bjarki Ómarsson, Sunna Rannveig Davíðsdóttir og Björn Diego Valencia mun öll keppa fyrir hönd Mjölnis á Euro Fight Night í Dublin. Mynd/Jón Viðar Arnþórsson Sunna Rannveig Davíðsdóttir mun keppa fyrir hönd Mjölnis á svokölluðu Euro Fight Night sem haldið verður í Dublin á Írlandi þann 14. september næstkomandi. Þetta er í fyrsta sinn sem Mjölnir sendir konu til keppni í blönduðum bardagalistum. Alls munu fimm keppendur keppa í fyrir hönd Mjölnis á mótinu. John Kavanagh, einn af aðalþjálfurum Mjölnis, stendur fyrir Euro Fight Night en í allt fara tólf bardagar fram á kvöldinu; þrír atvinnumanna og níu áhugamanna. Íslensku keppendunum verður stillt upp sem liði gegn liði Evrópu en um áhugamannabardaga er að ræða. Sunna Rannveig Davíðsdóttir mætir Amöndu English frá Írlandi, Bjarki Ómarsson mætir Denis Stanik frá Litháen og Diego Björn Valencia mætir Julius Ziurauskis frá Litháen. Enn á eftir að ákveða hverjum Bjarki Þór Pálsson og Egill Öyvind Hjördísarson mæta. Bjarki er reyndastur Mjölnisfólksins en hann á fjóra bardaga að baki í blönduðum bardagalistum. Egill Öyvind er hins vegar að stíga sín fyrstu skref í blönduðum bardagalistum. Sýnt verður beint frá Euro Fight Night á Stöð 2 Sport. Sunna Rannveig Davíðsdóttir dvaldi meðal annars í þrjá mánuði í þjálfunarbúðum á taílensku eyjunni Phuket þar sem hún æfði blandaðar bardagaíþróttir og muay thai. Fimmmenningarnir æfa nú af fullum krafti með keppnisliði Mjölnis eins og sjá má á myndbandinu hér fyrir neðan sem Jón Viðar Arnþórsson, formaður Mjölnis, gerði. Þar má einnig finna myndband þar sem John Kavanagh segir frá tilurð keppninnar. Tengdar fréttir Sunna bar sigur úr býtum í fyrsta bardaganum Sunna Rannveig Davíðsdóttir er stödd í æfingabúðum í blönduðum bardagaíþróttum á Taílandi. Hún fékk dag til að undirbúa sig fyrir fyrsta bardagann. 19. febrúar 2013 12:00 Sunna kemur heim með meistarabelti Sunna Rannveig Davíðsdóttir hefur náð frábærum árangri undanfarna mánuði en hún hefur dvalið í Tælandi og keppti í bæði MMA og Muay Thai. 14. maí 2013 07:15 Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira
Sunna Rannveig Davíðsdóttir mun keppa fyrir hönd Mjölnis á svokölluðu Euro Fight Night sem haldið verður í Dublin á Írlandi þann 14. september næstkomandi. Þetta er í fyrsta sinn sem Mjölnir sendir konu til keppni í blönduðum bardagalistum. Alls munu fimm keppendur keppa í fyrir hönd Mjölnis á mótinu. John Kavanagh, einn af aðalþjálfurum Mjölnis, stendur fyrir Euro Fight Night en í allt fara tólf bardagar fram á kvöldinu; þrír atvinnumanna og níu áhugamanna. Íslensku keppendunum verður stillt upp sem liði gegn liði Evrópu en um áhugamannabardaga er að ræða. Sunna Rannveig Davíðsdóttir mætir Amöndu English frá Írlandi, Bjarki Ómarsson mætir Denis Stanik frá Litháen og Diego Björn Valencia mætir Julius Ziurauskis frá Litháen. Enn á eftir að ákveða hverjum Bjarki Þór Pálsson og Egill Öyvind Hjördísarson mæta. Bjarki er reyndastur Mjölnisfólksins en hann á fjóra bardaga að baki í blönduðum bardagalistum. Egill Öyvind er hins vegar að stíga sín fyrstu skref í blönduðum bardagalistum. Sýnt verður beint frá Euro Fight Night á Stöð 2 Sport. Sunna Rannveig Davíðsdóttir dvaldi meðal annars í þrjá mánuði í þjálfunarbúðum á taílensku eyjunni Phuket þar sem hún æfði blandaðar bardagaíþróttir og muay thai. Fimmmenningarnir æfa nú af fullum krafti með keppnisliði Mjölnis eins og sjá má á myndbandinu hér fyrir neðan sem Jón Viðar Arnþórsson, formaður Mjölnis, gerði. Þar má einnig finna myndband þar sem John Kavanagh segir frá tilurð keppninnar.
Tengdar fréttir Sunna bar sigur úr býtum í fyrsta bardaganum Sunna Rannveig Davíðsdóttir er stödd í æfingabúðum í blönduðum bardagaíþróttum á Taílandi. Hún fékk dag til að undirbúa sig fyrir fyrsta bardagann. 19. febrúar 2013 12:00 Sunna kemur heim með meistarabelti Sunna Rannveig Davíðsdóttir hefur náð frábærum árangri undanfarna mánuði en hún hefur dvalið í Tælandi og keppti í bæði MMA og Muay Thai. 14. maí 2013 07:15 Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira
Sunna bar sigur úr býtum í fyrsta bardaganum Sunna Rannveig Davíðsdóttir er stödd í æfingabúðum í blönduðum bardagaíþróttum á Taílandi. Hún fékk dag til að undirbúa sig fyrir fyrsta bardagann. 19. febrúar 2013 12:00
Sunna kemur heim með meistarabelti Sunna Rannveig Davíðsdóttir hefur náð frábærum árangri undanfarna mánuði en hún hefur dvalið í Tælandi og keppti í bæði MMA og Muay Thai. 14. maí 2013 07:15