Fótbolti

Stórliðin byrjuðu flest vel á Ítalíu

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Marek Hamsik skoraði tvö í dag
Marek Hamsik skoraði tvö í dag MYND:NORDIC PHOTOS/GETTY
Ítalska A-deildin í fótbolta hófst um helgina og voru sjö leikir leiknir í dag. Juventus hóf titilvörnina í gær með 1-0 sigri á Sampdoria en Inter og Roma unnu bæði góða sigra í dag.

Það tók Inter 75 mínútur að skora á móti Genoa. Þá kom Yuto Nagatomo liðinu yfir og í uppbótartíma gulltryggði Rodrigo Palacio sigur Inter.

Tvö mörk á þremur mínútum tryggðu Roma sigur á útivelli gegn Livorno. Daniele De Rossi kom Roma yfir á 65. mínútu og Alessandro Florenzi bætti öðru marki við á 67. mínútu.

Napoli fór vel af stað með öruggum 3-0 sigri á Bologna á heimavelli. José Callejón skoraði fyrsta markið á 32. mínútu og undir lok fyrri hálfleiks bætti Marek Hamsik öðru marki við. Hamsik var aftur á ferðinni á 63. mínútu og gerði þá út um leikinn.

Úrslit helgarinnar:

Hellas Verona - Milan 2-1

Sampdoria - Juventus 0-1

Inter - Genoa 2-0

Cagliari - Atalanta 2-1

Lazio - Udinese 2-1

Livorno - Roma 0-2

Napli - Bologna 3-0

Parma - Chievo 0-0

Torino - Sassuolo 2-0

Fyrstu umferðinni lýkur með leik Fiorentina og Catania annað kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×