Chris útskrifaðist í fyrra og hóf tímabilið í Litháen en meiddist eftir nokkra leiki og þurfti því að snúa aftur í heimahagana. Þar lék hann í sumar í hálfatvinnumannadeild og ætti að skila sér á klakann í góðu formi.
Hann er titlaður bakvörður en gerir oft á tíðum mestan usla inn í teig og ætti því að vera sú týpa sem hentar vel í okkar deild.
Hann kemur á næstu dögum eða um leið og leyfin eru klár fyrir hann.
Hér að neðan má sjá tilþrif með kappanum.