FH-banarnir í Austria Vín voru eitt af fimm liðum sem tryggðu sér sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í kvöld. Austurríska liðið komast áfram eins og Arsenal frá Englandi, Basel frá Sviss, Schalke frá Þýskalandi og Steaua Búkarest frá Rúmeníu.
Austria Vín rétt marði 1-0 samanlagðan sigur á FH í umferðinni á undan en sló nú króatíska liðið Dinamo Zagreb naumlega út 4-3 eftir að hafa nánast kastað frá sér farseðlinum.
Austria-liðið vann fyrri leikinn 2-0 í Króatíu og virtist vera að gera endanlega út um einvígið með því að komast í 1-0 strax á 4. mínútu í kvöld. Króatarnir svöruðu með þremur mörkum og það hefði nægt þeim til að komast áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli.
Það var hinsvegar Roman Kienast sem tryggði Austria Vín sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar með því að minnka muninn í 2-3 átta mínútum fyrir leikslok. Austria Vín vann því samanlagt 4-3.
Það var líka mikil dramatík í þegar Schalke 04 sló út PAOK frá Grikklandi. Ádám Szalai tryggði þýska liðinu 3-2 sigur og sæti í riðlakeppninni með sigurmark á lokamínútu leiksins en Schalke spilaði manni færri frá 64. mínútu eftir að Jermaine Jones fékk að líta rauða spjaldið.
Úrslit og markaskorarar í Meistaradeildinni í kvöld:
Austria Vín - Dinamo Zagreb 2-3
1-0 Sjálfsmark (4.), 1-1 Marcelo Brozovic (33.), 1-2 Antenro Vitoria Junior Fernandez (43.), 1-3 Fatos Bećiraj (70.), 2-3 Roman Kienast (82.)
[Austria Vín vann samanlagt 4-3]
Basel - Ludogorets 2-0
1-0 Fabian Frei (11.), 2-0 Philipp Degen (79.)
[Basel vann samanlagt 6-2]
Legia Varsjá - Steaua Búkarest 2-2
0-1 Nicolae Stanciu (7.), 0-2 Federico Piovaccari (9.), 1-2 Miroslav Radovic (27.), 2-2 Jakub Rzezniczak (90.+4).
[3-3, Steaua Búkarest vann á fleiri mörkum á útivelli]
PAOK - Schalke 04 2-3
0-1 Ádám Szalai (43.), 1-1 Stefanos Athanasiadis (53.), 1-2 Julian Draxler (67.), 2-2 Konstantinos Katsouranis (79.), 2-3 Ádám Szalai (90.)
[Schalke vann samanlagt 4-3]
Arsenal - Fenerbahce 2-0
1-0 Aaron Ramsey (25.), 2-0 Aaron Ramsey (72.)
[Arsenal vann samanlagt 5-0]

