Í kvöld varð það endanlega ljóst hvaða 32 félög verða í pottinum þegar dregið verður í riðla í Meistaradeildinni á morgun. Fimm síðustu félögin tryggði sér farseðillinn í kvöld en í gær komust einnig fimm önnur félög áfram upp úr umspilinu.
22 önnur félög tryggðu sér sæti í riðlakeppninni með árangri sínum í heimalandinu á síðustu leiktíð en tíu lið komust eins og áður sagði inn í riðlakeppnina í gegnum umspilið og þar á meðal voru FH-banarnir í Austria Vín. Austria Vín er eina félagið sem hefur ekki tekið þátt áður í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.
Tvö Íslendingalið verða í pottinum en það eru Ajax Amsterdam frá Hollandi og FC Kaupmannahöfn frá Danmörku.
Ensku liðin eru áberandi í fyrsta styrkleikaflokknum en þar eru Chelsea, Manchester United og Arsenal. Spánn á tvö lið í fyrsta flokki en það eru Barcelona og Real Madrid en sömu sögu er að segja af Portúgal því bæði Porto og Benfica verða í fyrsta styrkleikaflokki í drættinum á morgun.
Drátturinn verður á morgun og hefst klukkan 15.45 að íslenskum tíma. Það verður hægt að fylgjast með drættinum hér á Vísi. Hér fyrir neðan má sjá hvernig raðast í styrkleikaflokkana en eitt lið úr hverjum flokki er í hverjum riðli.
Styrkleikaröðunin fyrir dráttinn í riðla Meistaradeildarinnar 2013-14:
Fyrsti styrkleikaflokkur:
Bayern München frá Þýskalandi
Barcelona frá Spáni
Chelsea frá Englandi
Real Madrid frá Spáni
Manchester United frá Englandi
Arsenal frá Englandi
Porto frá Portúgal
Benfica frá Portúgal
Annar styrkleikaflokkur:
Atlético Madrid frá Spáni
Schachtar Donezk frá Úkraínu
AC Milan frá Ítalíu
Schalke frá Þýskalandi
Marseille frá Frakklandi
CSKA Moskau frá Rússlandi
Paris Saint-Germain frá Frakklandi
Juventus frá Ítalíu
Þriðji styrkleikaflokkur:
Zenit St-Pétursburg frá Rússlandi
Manchester City frá Englandi
Ajax Amsterdam frá Hollandi
Borussia Dortmund frá Þýskalandi
Basel frá Sviss
Olympiakos frá Grikklandi
Galatasaray frá Tyrklandi
Bayer Leverkusen frá Þýskalandi
Fjórði styrkleikaflokkur:
FC Kaupmannahöfn frá Danmörku
Napoli frá Ítalíu
Anderlecht frá Belgíu
Celtic frá Skotlandi
Steaua Bukarest frá Rúmeníu
Viktoria Pilsen frá Tékklandi
Real Sociedad frá Spáni
Austria Vín frá Austurríki
Þessi lið verða í Meistaradeildar-pottinum á morgun
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið






„Þjáning í marga daga“
Handbolti



Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar
Körfubolti

Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna
Körfubolti