Sigurwin skilinn eftir heima í Malmö Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. ágúst 2013 18:39 Sara Björk (t.v.), Þóra Björg (t.h.) ásamt liðsfélögum sínum í Malmö á leiðinni heim í lestinni eftir sigurinn í Tyresö. Mynd/Aðsend „Við þurftum að fá þrjú stig í þessum leik. Sigurinn setur okkur í enn betri stöðu í deildinni," segir Sara Björk Gunnarsdóttir miðjumaður LdB Malmö. Sara Björk og Þóra Björg Helgadóttir voru í eldlínunni með liði sínu sem vann dramatískan 3-2 sigur á Tyresö í sænsku úrvalsdeildinni í dag. Manni færri og marki undir sneru gestirnir við blaðinu og tryggðu sér sigur seint í leiknum. „Við virkuðum allar hálfáhugalausar í fyrri hálfleiknum," segir Sara Björk en gestirnir voru 1-0 undir í hálfleik. Miðjumaðurinn segir allt annað hafa verið að sjá til liðsins í síðari hálfleik. „Svo lendum við í því á 70. mínútu að miðvörður okkar fær rautt spjald og þær skora úr aukaspyrnunni," segir Sara Björk. Aldrei hafi þó komið annað til greina en að blása til sóknar og snúa við blaðinu. „Stemmningin í seinni hálfleiknum var einhvern veginn þannig að við sóttum á fullu. Við héldum því áfram enda höfðum við engu að tapa. Við gáfum allt í þetta," segir Sara Björk. Frægasti gullfiskur í Svíþjóð, sjálfur Sigurwin, býr núna hjá Þóru Björgu í Malmö. Mikið fár var í kringum gullfiskinn á Evrópumótinu í Svíþjóð þar sem hann var lukkudýr íslenska kvennalandsliðsins. Ætlaði allt um koll að keyra þegar Hallbera Gísladóttir hótaði að sturta honum niður eftir 4-0 tapið gegn Svíum. Nú er hann kominn til Malmö og hefur liðið unnið báða leiki sína síðan þá. „Ætli það sé ekki einhver tenging þarna á milli," segir Sara Björk létt. Fiskurinn fékk þó ekki að ferðast með liðinu til Tyresö. „Nei, hann var bara heima hjá Þóru," segir Sara Björk. LdB Malmö og Tyresö deila nú toppsætinu í Svíþóð með 30 stig. Tyresö hefur þó betri markatölu. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Fótbolti Fleiri fréttir Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Sjá meira
„Við þurftum að fá þrjú stig í þessum leik. Sigurinn setur okkur í enn betri stöðu í deildinni," segir Sara Björk Gunnarsdóttir miðjumaður LdB Malmö. Sara Björk og Þóra Björg Helgadóttir voru í eldlínunni með liði sínu sem vann dramatískan 3-2 sigur á Tyresö í sænsku úrvalsdeildinni í dag. Manni færri og marki undir sneru gestirnir við blaðinu og tryggðu sér sigur seint í leiknum. „Við virkuðum allar hálfáhugalausar í fyrri hálfleiknum," segir Sara Björk en gestirnir voru 1-0 undir í hálfleik. Miðjumaðurinn segir allt annað hafa verið að sjá til liðsins í síðari hálfleik. „Svo lendum við í því á 70. mínútu að miðvörður okkar fær rautt spjald og þær skora úr aukaspyrnunni," segir Sara Björk. Aldrei hafi þó komið annað til greina en að blása til sóknar og snúa við blaðinu. „Stemmningin í seinni hálfleiknum var einhvern veginn þannig að við sóttum á fullu. Við héldum því áfram enda höfðum við engu að tapa. Við gáfum allt í þetta," segir Sara Björk. Frægasti gullfiskur í Svíþjóð, sjálfur Sigurwin, býr núna hjá Þóru Björgu í Malmö. Mikið fár var í kringum gullfiskinn á Evrópumótinu í Svíþjóð þar sem hann var lukkudýr íslenska kvennalandsliðsins. Ætlaði allt um koll að keyra þegar Hallbera Gísladóttir hótaði að sturta honum niður eftir 4-0 tapið gegn Svíum. Nú er hann kominn til Malmö og hefur liðið unnið báða leiki sína síðan þá. „Ætli það sé ekki einhver tenging þarna á milli," segir Sara Björk létt. Fiskurinn fékk þó ekki að ferðast með liðinu til Tyresö. „Nei, hann var bara heima hjá Þóru," segir Sara Björk. LdB Malmö og Tyresö deila nú toppsætinu í Svíþóð með 30 stig. Tyresö hefur þó betri markatölu.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Fótbolti Fleiri fréttir Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Sjá meira