„Auðvitað áttum við okkur á því að um brandara var að ræða jafnvel þótt hann hafi verið mjög lélegur," segir Ludvig Lindström forstjóri Global Happiness Organization (GHO).
Eins og greint var frá á Vísi í morgun varð uppi fótur og fit þegar landsliðskonur Íslands í knattspyrnu hótuðu að sturta gullfisknum Sigurwin ofan í klósettið eftir 4-0 tapið gegn Svíum.
GHO eru samtök sem vilja stuðla að hamingju og draga úr þjáningum um allan heim. Samtökin gerðu athugasemd við athæfi íslensku stelpnanna sem varð að umfjöllunarefni fjölmiðla í Svíþjóð og hér heima.
„Með athugasemd okkar vildum við senda skýr skilaboð til íslenska landsliðsins að það er ekki í lagi að meðhöndla dýr á þennan hátt. Gullfiskar eru tilfinningaverur líkt og mannfólkið. Þeir finna sársauka og bogna undan álagi og troðningi," segir Lindström í samtali við Grapevine.
Hann áréttar að fiskar og dýr séu ekki ætluð mannfólkinu til skemmtunar. Þau eigi sitt eigið líf og þótt þau geti ekki krafist virðingar eigi þau hana jafnmikið skilið og mannfólkið.
Gullfiskar eru tilfinningaverur
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið




Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning
Körfubolti

Þróttur skoraði sex og flaug áfram
Íslenski boltinn



Valur marði Fram í framlengingu
Íslenski boltinn

Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum
Íslenski boltinn

Fleiri fréttir
