Sport

Bolt sigraði örugglega

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Usain Bolt
Usain Bolt Mynd/Gettyimages
Usain Bolt frá Jamaíka vann öruggan sigur í 100 metra hlaupi karla á HM í frjálsum íþróttum í Moskvu í dag.

Bolt byrjaði hlaupið vel og kom í mark á tímanum 9,77 sekúndum. Annar varð Bandaríkjamaðurinn Justin Gatlin og þriðji Nesta Carter, landi Bolt, á 9,95 sekúndum.

Bolt varð einnig heimsmeistari í Berlín árið 2009 þegar hann setti heimsmet sitt sem enn stendur, 9,58 sekúndur. Hann féll hins vegar úr keppni á HM í Daegu fyrir tveimur árum sökum þjófstarts.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×