Mönnum var heitt í hamsi eftir grátlegt tap Íslands gegn Búlgaríu í undankeppni EM í körfubolta í kvöld. Lítil ánægja var með störf dómaranna.
Leikmenn Íslands, þjálfari, forráðamenn KKÍ sem og körfuboltagoðsögnin Einar Bollason létu dómara leiksins og eftirlitsmenn heyra það eftir leikinn.
Dómararnir þóttu ekki eiga góðan leik og svo voru flestir á því að brotið hefði verið á Jóni Arnóri Stefánssyni í lokasókn Íslands. Ekkert var þó dæmt.
Það var erfitt að kyngja tapinu og menn létu tilfinningar sínar í ljós eins og sjá má á myndum Daníels Rúnarssonar hér að ofan.
Hiti í Höllinni eftir leik | Myndir
Tengdar fréttir
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Búlgaría 79-81 | Grátlegt tap
Búlgaría sigraði Ísland 81-79 í undankeppni Evrópumeistaramótsins í körfubolta 2015 í Laugardalshöllinn í kvöld í hörkuleik. Ísland var átta stigum yfir í hálfleik 41-33.
Jón Arnór: Vildi að við færum að spila nokkrar mínútur í viðbót
"Við börðumst mjög vel og ég er rosalega stoltur af okkar frammistöðu varnarlega í leiknum. Auðvitað hittum við vel,“ sagði Jón Arnór Stefánsson sem fór á kostum í íslenska liðinu í kvöld.