Golfklúbburinn Keilir og Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar eiga lið í bæði úrslitaleik karla og kvenna í Sveitakeppninni í golfi en það var ljóst eftir undanúrslitaleikina í dag. Karlalið Keils er á heimavelli á Hvaleyrarvellinum en úrslitaleikirnir fara fram á morgun.
Golfklúbburinn Keilir og Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar mætast í úrslitaleiknum í 1. deild karla sem fer fram á Hvaleyrarvelli hjá Golfklúbbnum Keili. Úrslitaleikurinn hefst klukkan 10.06 í fyrramálið.
Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar vann Golfklúbb Setbergs 5/0 í undanúrslitum en Golfklúbbur Keilis vann Golfklúbb Reykjavíkur 3,5/1,5. Leikur Golfklúbbs Reykjavíkur og Golfklúbbs Setbergs um þriðja sætið hefst kl 9:25.
Golfklúbburinn Keilir og Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar mætast í úrslitaleiknum í 1. deild kvenna sem fer fram á Hólmsvelli í Leiru hjá Golfklúbbi Suðurnesja. Úrslitaleikurinn hefst klukkan 10.06 í fyrramálið.
Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar vann Golfklúbb Reykjavíkur 3/2 í undanúrslitum en Golfklúbbur Keilis vann Nesklúbbinn 3/2. Leikur Golfklúbbs Reykjavíkur og Nesklúbbsins um þriðja sætið hefst kl 9:24.
Keilir og GKG mætast bæði í úrslitaleik karla og kvenna
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


„Komum Gylfa Þór meira í boltann“
Fótbolti



Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja
Enski boltinn



„Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“
Íslenski boltinn

